Fótbolti

Guðlaugur Victor í sigurliði

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Guðlaugur Victor var góður að vanda hjá NEC.
Guðlaugur Victor var góður að vanda hjá NEC. Mynd/Nordic Photos/Getty
Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn fyrir NEC Nijmegen sem sigraði Groningen í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta 2-1 í dag. NEC var 1-0 yfir í hálfleik en sigurmarkið kom tíu mínútum fyrir leikslok.

Rens van Eijden skoraði eina mark fyrri hálfleiks á 10. mínútu en Ryan Koolwijk varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og jafna metin á 67. mínútu.

Sören Rieks tryggði NEC sigurinn á 80. mínútu eftir sendingu frá Nick van der Velden sem lagði upp bæði mörk NEC.

Guðlaugur Victor lék allan leikinn og fékk gult spjald á 54. mínútu.

NEC er nú í 7. sæti deildarinnar með 27 stig en Groningen er í 12. sæti með 20 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×