Fótbolti

Villas-Boas: Fengum færi til að jafna

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
„Leeds nýtti færin sín vel. Það var gott hvernig við komumst inn í leikinn en við hefðum kannski getað gert aðeins betur,“ sagði Andre Villas-Boas þjálfari Tottenham eftir tapið gegn Leeds United í bikarnum í dag.

„Leeds var klárt í slaginn. Við fengum þó færi til að jafna í 2-2 en það voru kannski engin dauðafæri. Við vorum betri í seinni hálfleik en þeim fyrri en við hefðum getað gert betur en að lenda 2-0 undir.

„Við vorum því miður án Defoe vegna meiðsla en hann gefur okkur alltaf valkosti. Hann verður klár í slaginn gegn Norwich,“ sagði Villas-Boas.

Neil Warnock stjóri Leeds United var öllu kátari eftir leikinn í dag.

„Þetta var frábær frammistaða. Frábær dagur fyrir okkur. Stemningin á vellinum var góð og við skoruðum tvö frábær mörk,“ sagði Warnock.

„Það voru margar hetjur í mínu liði í dag. Þetta var týpsíkur bikarleikur,“ sagði Warnock sem hældi ungu bakvörðum Leeds, Aidy White og Sam Byram, sem báðir eru uppaldir hjá félaginu.

„Þeir lentu í einstaka vandræðum en þeir lærðu mikið af því að leika gegn hágæða leikmönnum eins og í dag. Það er ekki oft sem það kemur svona lítið út úr Aaron Lennon og við náðum að halda Gareth Bale í skefjum líka,“ sagði Warnock.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×