Fótbolti

Drogba á leið til Galatasaray

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Fréttir frá Tyrklandi herma að Didier Drogba hafi skrifað undir 18 mánaða samning við stórlið Galatasaray. Hann gengur til liðs við liðið frá Shanghai Shenhua í Kína.

Drogba er að leika með landsliði Fílabeinsstrandarinnar í Afríkukeppninni um þessar mundir en hann mun fara til Tyrklands að henni lokinni.

Galatasaray greiðir 5 milljónir punda fyrir Drogba en sagt er að hann fái sjálfur 3 milljónir punda við undirskrift samningsins.

Ekki hefur verið gengið frá samningnum en hann verður undirritaður í næstu viku. Talið er að Drogba fái 21.000 punda bónusgreiðslu fyrir hvern leik sem hann leikur en þó aldrei meira en 425.000 pund á ári og því gætu tekjur hans af samningnum numið 9,6 milljónir punda á aðeins 18 mánuðum.

Drogba fann sig ekki í Kína og hefur verið orðaður við AC Milan en Drogba er á leiðinni til Galatasaray þar sem hann hittir fyrir Wesley Sneijder sem nýlega gekk til liðs við hið stórhuga tyrkneska félag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×