Fótbolti

Galatasaray staðfestir viðræður við Drogba

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Forráðamenn tyrkneska félagsins Galatasaray hafa staðfest að viðræður hafa átt sér stað við Didier Drogba.

Fjölmiðlar hafa þegar fullyrt að Drogba hafi samþykkt eins og hálfs árs samning við félagið en það hefur ekki fengist staðfest.

Galatasaray sendi þó formlega tilkynningu til tyrknesku kauphallarinnar um að félagið eigi í viðræðum við Shanghai Shenhua, félag Drogba.

Drogba fór til Kína síðastliðið sumar en mun hafa átt erfitt með að aðlagast lífinu þar.

Galatasaray keypti í síðustu viku Wesley Sneijder frá Inter á Ítalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×