Fótbolti

Guðlaugi Victori þakkað fyrir að benda AGF á Aron

Aron í læknisskoðun hjá AZ Alkmaar.
Aron í læknisskoðun hjá AZ Alkmaar. mynd/az
Eins og kunnugt er þá gekk Aron Jóhannsson í raðir AZ Alkmaar í Hollandi frá danska liðinu AGF í dag. AGF græddi vel á sölunni en Aron er sagður hafa verið seldur á tæpar 300 milljónir króna.

Brian Steen Nielsen, íþróttastjóri AGF, þakkar Guðlaugi Victori Pálssyni sérstaklega fyrir í dag en Guðlaugur Victor benti AGF á Aron á sínum tíma.

"Þetta er ótrúlegt mál og ég vil þakka Guðlaugi Victori fyrir að benda okkur á hann. Ég fór til Íslands að ráðum Guðlaugs og skoðaði Aron þó svo hann væri að spila í næstefstu deild á Íslandi. Mér fannst hann spennandi þó deildin væri það ekki," sagði Steen Nielsen og hann hrósar Aroni fyrir að hafa lagt hart að sér.

Steen Nielsen segir einnig að það sé hárrétt hjá Aroni að hafa gengið í raðir AZ. Það sé rétta félagið fyrir hann á þessum tímapunkti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×