Lífið

Ólafur Darri hvetur vini sína til þess að sjá XL

Stórleikarinn Ólafur Darri Ólafsson nýtir sér samskiptavefinn Facebook til þess að minna vini sína á kvikmyndina XL sem er í bíói. Það gerir hann aðallega vegna þess að að ekki eru nægir peningar til þess að auglýsa myndina með hefðbundnum hætti. Þannig skrifar Ólafur Darri á heimasíðu sína:

„Kæru vinir, nú er verið að sýna kvikmyndina XL sem ég tók þátt í að framleiða og leik í. Hún hefur fengið ágætis dóma og flestir sem ég hef heyrt í finnst hún áhugaverð og soldið skemmtilega klikkuð bara. Sem ég held að sé jákvætt.

Við Íslendingar erum stundum lengi að taka við okkur og við höfum ekki mikla peninga til að auglýsa, nema þá á þennan hátt.

Mig til að hvetja ykkur til að fara á myndina á meðan hún er í kvikmyndahúsum því þetta er algjörlega mynd sem maður á að sjá í bíó.

Hafið það bara í huga að hún er bönnuð innan 16 ára...Knús á ykkur öll, Darri"

Eins og Ólafur Darri segir þá hefur kvikmyndin fengið góðar viðtökur gagnrýnenda, en sagan segir frá þingmanni með áfengisvandamál sem er skikkaður í meðferð. Hér fyrir ofan má sjá stiklu úr myndinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.