Fótbolti

Jóhann skoraði og lagði upp í sigurleik | Myndband

Jóhann Berg og Maher fagna.
Jóhann Berg og Maher fagna.
Jóhann Berg Guðmundsson var í miklu stuði í kvöld þegar AZ Alkmaar vann öruggan sigur, 0-5, á Den Bosch í hollensku bikarkeppninni í kvöld. Þetta var fjórði sigur AZ í röð.

Fyrirfram var búist við öruggum sigri AZ enda er Den Bosch í fallbaráttu í B-deildinni en AZ í níunda sæti úrvalsdeildar.

Jóhann Berg lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir Elm og skoraði svo sjálfur annað markið á 23. mínútu leiksins. AZ réð lögum og lofum það sem eftir lifði og skoraði þrjú mörk til viðbótar. Adam Maher skoraði tvö þeirra.

Gera varð hlé á leiknum er Jozy Altidore varð fyrir kynþáttaníði frá stuðningsmönnum Den Bosch. Hann samþykkti þó að halda áfram leik skömmu síðar.





FC Den bosch AZ Alkmaar Gudmundsson 0-2by Counterpoint1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×