Andstæðingarnir búa sjálfir í manngerðasta umhverfinu 13. janúar 2013 19:30 „Það sem mér fannst sárast er að fólk var ekki tilbúið margt hvert til að setja sig inn í aðstæður okkar hérna fyrir austan," sagði Smári Geirsson, framhaldsskólakennari í Neskaupstað og fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Smári rifjaði þar upp átökin um Kárahnjúkavirkjun og álverið á Reyðarfirði fyrir áratug. Í þættinum var einnig fjallað um verkefni sem Smári vinnur að um þessar mundir, sem er að skrifa sögu hvalveiða við Ísland. Farið var inn í Hellisfjörð en þar var ein þrettán hvalveiðistöðva sem Norðmenn ráku á Íslandi á árunum 1883 til 1915. Smári lýsti meðal annars aðkasti og óþægilegum hótunum sem hann varð fyrir þegar hann leiddi baráttu Austfirðinga. „Menn töldu það að menn væru hér fyrst og fremst að eyðileggja landið, menga og skemma. Staðreyndin er hins vegar sú að þetta var samfélagslega séð mjög nauðsynlegt. Við höfðum horft upp á það að fólki fækkaði hér mjög. Verð á fasteignum hrapaði. Hér var ekkert byggt. Stærra íbúðarhúsnæði var nánast óseljanlegt. Auðvitað vill enginn búa í svona samfélagi," sagði Smári. Framkvæmdirnar hefðu hins vegar snúið þessari þróun við. „Hér hefur fólki fjölgað, á áhrifasvæði álversins er liðlega eittþúsund íbúum fleira en var þá. Og það er einstakt fyrir svæði úti á landi. Menn verða að horfast í augu við það." Smári velti því fyrir sér hversvegna það fólk sem harðast andmælti framkvæmdum úti á landi kjósi yfirleitt sjálft helst að búa á Reykjavíkursvæðinu. „Það geti ekki ekki hugsað sér að búa annars staðar í landinu en þar sem allt væri manngerðast, allt steinsteypt, allt malbikað, umferðin þvílík að það væri engu lagi líkt. Þar vildu þeir helst vera, gætu ekki hugsað sér að vera annarsstaðar, en það væri mjög þægilegt að vera á móti öllum hugsanlegum framkvæmdum sem væru einhversstaðar langt í burtu." Hann kveðst sannfærður um að ákvörðunin um álverið og virkjunina var rétt. Allar áætlanir um fjölda starfa hefðu staðist. „Nú eru um það bil 500 störf í álverinu sjálfu og þau fyrirtæki sem hafa byggt sig upp á álverssvæðinu, og eru fyrst og fremst að þjónusta álverið, þar eru á milli 300 og 400 störf. Fyrir utan þetta eru auðvitað hin afleiddu störf úti í samfélaginu, sem birtast okkur víða. Ég bara skora á fólk að velta því fyrir sér hvernig Austurland væri ef þetta hefði ekki átt sér stað." Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
„Það sem mér fannst sárast er að fólk var ekki tilbúið margt hvert til að setja sig inn í aðstæður okkar hérna fyrir austan," sagði Smári Geirsson, framhaldsskólakennari í Neskaupstað og fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Smári rifjaði þar upp átökin um Kárahnjúkavirkjun og álverið á Reyðarfirði fyrir áratug. Í þættinum var einnig fjallað um verkefni sem Smári vinnur að um þessar mundir, sem er að skrifa sögu hvalveiða við Ísland. Farið var inn í Hellisfjörð en þar var ein þrettán hvalveiðistöðva sem Norðmenn ráku á Íslandi á árunum 1883 til 1915. Smári lýsti meðal annars aðkasti og óþægilegum hótunum sem hann varð fyrir þegar hann leiddi baráttu Austfirðinga. „Menn töldu það að menn væru hér fyrst og fremst að eyðileggja landið, menga og skemma. Staðreyndin er hins vegar sú að þetta var samfélagslega séð mjög nauðsynlegt. Við höfðum horft upp á það að fólki fækkaði hér mjög. Verð á fasteignum hrapaði. Hér var ekkert byggt. Stærra íbúðarhúsnæði var nánast óseljanlegt. Auðvitað vill enginn búa í svona samfélagi," sagði Smári. Framkvæmdirnar hefðu hins vegar snúið þessari þróun við. „Hér hefur fólki fjölgað, á áhrifasvæði álversins er liðlega eittþúsund íbúum fleira en var þá. Og það er einstakt fyrir svæði úti á landi. Menn verða að horfast í augu við það." Smári velti því fyrir sér hversvegna það fólk sem harðast andmælti framkvæmdum úti á landi kjósi yfirleitt sjálft helst að búa á Reykjavíkursvæðinu. „Það geti ekki ekki hugsað sér að búa annars staðar í landinu en þar sem allt væri manngerðast, allt steinsteypt, allt malbikað, umferðin þvílík að það væri engu lagi líkt. Þar vildu þeir helst vera, gætu ekki hugsað sér að vera annarsstaðar, en það væri mjög þægilegt að vera á móti öllum hugsanlegum framkvæmdum sem væru einhversstaðar langt í burtu." Hann kveðst sannfærður um að ákvörðunin um álverið og virkjunina var rétt. Allar áætlanir um fjölda starfa hefðu staðist. „Nú eru um það bil 500 störf í álverinu sjálfu og þau fyrirtæki sem hafa byggt sig upp á álverssvæðinu, og eru fyrst og fremst að þjónusta álverið, þar eru á milli 300 og 400 störf. Fyrir utan þetta eru auðvitað hin afleiddu störf úti í samfélaginu, sem birtast okkur víða. Ég bara skora á fólk að velta því fyrir sér hvernig Austurland væri ef þetta hefði ekki átt sér stað."
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira