Ítreka andstöðu við áform um virkjanir Svavar Hávarðsson skrifar 4. júní 2013 07:00 Fossinn er í Bárðardal og umkringdur stuðlabergi. Hann er um 20 metra hár. Heimamenn í Þingeyjarsveit leggjast gegn hugmyndum um virkjanir í Skjálfandafljóti. Landvernd fagnar afstöðu sveitarfélagsins og hvetur sveitarstjórn til að styðja friðlýsingu fljótsins. Norðurorka hugsar framhaldið Sveitarstjórnin ítrekaði þessa afstöðu sveitarfélagsins í bókun um miðjan maí, en tilefnið var bréf frá Norðurorku hf. þar sem óskað var eftir afstöðu sveitarstjórnarinnar til áframhaldandi rannsókna við Hrafnabjörg í Bárðardal. Sveitarstjórn er jákvæð gagnvart rannsóknum á svæðinu en bendir á stefnumótun sveitarfélagsins í aðalskipulagi árin 2010 til 2022 og segir hana standa óbreytta. Það sé stefna Þingeyjarsveitar að nýta vatnsafl í sveitarfélaginu til hagsbóta fyrir íbúa „en sveitarfélagið er á móti hugmyndum um að virkja Skjálfandafljót“. Helgi Jóhannesson, forstjóri Norðurorku, segir fyrirtækið horfa til rannsókna á efri hluta vatnasviðs Skjálfandafljóts, við Hrafnabjörg og þar fyrir ofan. „Við þekkjum afstöðu þeirra en eins að þau setja sig ekki upp á móti rannsóknum, eins og þau ítreka í bókun. Svar okkar um hvað við gerum kemur innan tíðar,“ segir Helgi og játar því að málið snúist um hvort rannsóknir verði gerðar eða ekki. „Ég trúi því að við leggjum okkar á vogarskálarnar hvað varðar rannsóknir á svæðinu; virkjun er síðari tíma mál.“ Landvernd sendi frá sér ályktun þar sem segir að við gerð 2. áfanga rammaáætlunar hafi mat faghóps verið að Skjálfandafljót væri á meðal verðmætustu svæða landsins með tilliti til landslags og víðerna. Þá minnir Landvernd á að með tilkomu nýrra náttúruverndarlaga sé mögulegt að friðlýsa heil vatnakerfi og hvetur Þingeyjarsveit til að styðja hugmyndir um friðlýsingu Skjálfandafljóts. „Ég hef áður sagt að hugmyndir um virkjun Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti hljóti að verða grafskriftin á leiði gjörnýtingarstefnu liðinnar aldar í virkjanamálum. Og ég fagna því mjög að nú virðist hún ekki ætla að verða raunin. En það segir okkur mikið um hugarfarið hjá verkfræðistofunum og orkufyrirtækjunum að undirbúningur virkjunarinnar hafi þó komist þetta langt áður en Þingeyingar sögðu hingað og ekki lengra,“ segir Guðmundur H. Guðmundsson, formaður Landverndar. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Heimamenn í Þingeyjarsveit leggjast gegn hugmyndum um virkjanir í Skjálfandafljóti. Landvernd fagnar afstöðu sveitarfélagsins og hvetur sveitarstjórn til að styðja friðlýsingu fljótsins. Norðurorka hugsar framhaldið Sveitarstjórnin ítrekaði þessa afstöðu sveitarfélagsins í bókun um miðjan maí, en tilefnið var bréf frá Norðurorku hf. þar sem óskað var eftir afstöðu sveitarstjórnarinnar til áframhaldandi rannsókna við Hrafnabjörg í Bárðardal. Sveitarstjórn er jákvæð gagnvart rannsóknum á svæðinu en bendir á stefnumótun sveitarfélagsins í aðalskipulagi árin 2010 til 2022 og segir hana standa óbreytta. Það sé stefna Þingeyjarsveitar að nýta vatnsafl í sveitarfélaginu til hagsbóta fyrir íbúa „en sveitarfélagið er á móti hugmyndum um að virkja Skjálfandafljót“. Helgi Jóhannesson, forstjóri Norðurorku, segir fyrirtækið horfa til rannsókna á efri hluta vatnasviðs Skjálfandafljóts, við Hrafnabjörg og þar fyrir ofan. „Við þekkjum afstöðu þeirra en eins að þau setja sig ekki upp á móti rannsóknum, eins og þau ítreka í bókun. Svar okkar um hvað við gerum kemur innan tíðar,“ segir Helgi og játar því að málið snúist um hvort rannsóknir verði gerðar eða ekki. „Ég trúi því að við leggjum okkar á vogarskálarnar hvað varðar rannsóknir á svæðinu; virkjun er síðari tíma mál.“ Landvernd sendi frá sér ályktun þar sem segir að við gerð 2. áfanga rammaáætlunar hafi mat faghóps verið að Skjálfandafljót væri á meðal verðmætustu svæða landsins með tilliti til landslags og víðerna. Þá minnir Landvernd á að með tilkomu nýrra náttúruverndarlaga sé mögulegt að friðlýsa heil vatnakerfi og hvetur Þingeyjarsveit til að styðja hugmyndir um friðlýsingu Skjálfandafljóts. „Ég hef áður sagt að hugmyndir um virkjun Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti hljóti að verða grafskriftin á leiði gjörnýtingarstefnu liðinnar aldar í virkjanamálum. Og ég fagna því mjög að nú virðist hún ekki ætla að verða raunin. En það segir okkur mikið um hugarfarið hjá verkfræðistofunum og orkufyrirtækjunum að undirbúningur virkjunarinnar hafi þó komist þetta langt áður en Þingeyingar sögðu hingað og ekki lengra,“ segir Guðmundur H. Guðmundsson, formaður Landverndar.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira