Innlent

Sendinefnd frá AGS á landinu

ÓKÁ skrifar
Fulltrúi AGS á Íslandi sendi frá sér tilkynningu í dag.
Fulltrúi AGS á Íslandi sendi frá sér tilkynningu í dag. Fréttablaðið/Arnþór

Fundaröð sendinefndar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) með íslenskum stjórnvöldum hefst í dag og stendur til 14. þessa mánaðar.

Fram kemur í tilkynningu frá Franek Rozwadowdki, fulltrúa AGS á Íslandi, að um reglubundna fundi með stjórnvöldum sé að ræða, auk hefðbundins eftirlits með löndum sem notið hafi efnahagsaðstoðar sjóðsins.

„Að viðræðum loknum kemur sendinefndin til með að deila niðurstöðum sínum með fjölmiðlum,“ segir Franek Rozwadowski í yfirlýsingunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×