Innlent

Retro Stefson fengu hæsta styrkin frá Útón

Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar hefur nú úthlutað sínum fyrstu styrkjum sem hugsaðir eru sem fjárfestingar í íslenskum tónlistarverkefnum sem hyggja á erlenda markaði.

Hæsta styrkinn fékk hljómsveitin Retro Stefson. Eftirfarandi hljómsveitir fengu styrki:

500.000 til markaðsverkefna:  Útidúr, Reykjavik Sinfónía, Lára Rúnarsdóttir og Biggi Hilmars.

50.000 króna ferðastyrki: Sykur x 4, Svavar Knútur x 1, Krakkbot x 1, Kontinuum x 5, Berglind Ágústsdóttir x 1, Aðalsteinn Jörundsson x 1 og Þuríður Jónsdóttir x 1.

Svo segir í tilkynningu Útflutningssjóðs „að sú fjárfesting sem orðið hefur í útflutningi á íslenskri tónlist síðustu misserin bæði af hálfu opinberra aðila og einkaaðila eins og tónlistarsjóðs mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Kraums tónlistarsjóðs, Iceland Airwaves-hátíðarinnar og ÚTÓN, hefur skilað sér á marga vegu, því ekki einungis skapa tónleikar tekjur fyrir tónlistarmenn og afleiddar tekjur fyrir tæknifólk og fleiri, heldur vekur starfsemi sem þessi einnig mikla athygli á landinu sjálfu og sérstöðu þess.

Tónlistin er orðin áhrifamikill þáttur í ferðamennsku til Íslands, bæði koma ferðamenn hingað gagngert til að hlusta á íslenska tónlist í sínu nærumhverfi eins og á Iceland Airwaves, en einnig hefur tónlistin oftar en ekki kynnt fólkið fyrir landinu og dásemdum þess.

Sú staðreynd að íslenskir tónlistarmenn hafa orðið framverðir íslenskrar menningar á erlendri grundu er fagnaðarefni og er áberandi sú skoðun margra erlendra blaðamann sem fjalla um íslenska menningu að íslensk tónlist hafi blómstrað sem aldrei fyrr eftir bankahrunið og fari nú fyrir íslensku menningarvori.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×