Enski boltinn

Sevilla hefur hafnað boði West Ham í Alvaro

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alvaro Negredo í leik með Sevilla
Alvaro Negredo í leik með Sevilla Mynd. / getty images

Enska knattspyrnuliðið West Ham hefur ekki enn náð að klófesta Alvaro Negredo frá Sevilla en spænska félagið hefur nú formlega hafnað tilboði í leikmanninn.

Jose Maria Del Nido, forseti Sevilla, tók það ekki í mál að selja leikmanninn á 14,5 milljónir punda en þessi 27 ára framherji gerði 31 mark fyrir Sevilla í öllum keppnum á síðasta tímabili.

„Alvaro á fjögur ár eftir af samning sínum við klúbbinn,“ sagði Del Nido.

„Hann á heima hér og mun halda áfram að gleðja alla hér hjá félaginu. Ég myndi að sjálfsögðu kjósa að ekkert lið væri að bjóða í leikmanninn en maður ræður því kannski ekki alltaf.“

„Við þurfum ekkert að selja leikmanninn og sérstaklega þegar það er orðið nokkuð ljóst að Jesus Navas mun yfirgefa liðið í sumar. Liðið stendur því ágætlega fjárhagslega og neyðumst ekki til að losa okkur við fleiri leikmenn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×