Innlent

Spila með sorgarbönd gegn Slóveníu

Landsliðið í knattspyrnu mun spila með sorgarbönd í landsleiknum gegn Slóveníu á föstudag.
Landsliðið í knattspyrnu mun spila með sorgarbönd í landsleiknum gegn Slóveníu á föstudag. Mynd/Daníel

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun spila með sorgarbönd í leiknum gegn Slóveníu á Laugardalsvelli á föstudaginn kemur til að votta Hermanni Gunnarssyni virðingu sína. Hann lést á Tælandi í morgun.

Leikurinn er liður í forkeppni undankeppni heimsmeistaramótsins. Að sögn Geirs Þorsteinssonar, formanns Knattspyrnusambands Íslands, þarf leyfi frá Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA, til að hafa einnar mínútu þögn fyrir leikinn. KSÍ mun fara þess á leit við FIFA. 

„Hemmi var gleðigjafi bæði innan vallar sem utan,“ segir Geir. „Hans verður sárt saknað.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×