Bjargaði manni sem lá á götunni á Austurvelli Gunnar Leó Pálsson skrifar 17. desember 2013 08:30 Jón Bjarni Jónuson kom rænulausum manni til bjargar síðastliðinn sunnudag. fréttablaðið/daníel „Ég var á gangi við Austurvöll, skammt frá Alþingishúsinu og þar lá hann á jörðinni,“ segir hinn 19 ára gamli Jón Bjarni Jónuson. Hann gerði góðverk síðastliðinn sunnudag þegar hann kom að manni sem var í mjög slæmu ástandi og lá á götunni. „Ég varð strax smeykur um ástand hans því hann var rænulaus. Ég tók í höndina á honum og spurði hvort allt væri í lagi,“ útskýrir Jón Bjarni sem fann mikið til með manninum. Jón Bjarni aðstoðaði manninn á fætur og gekk með hann á pítsastað í grenndinni, sem kallast Gamla smiðjan, og gaf manninum að borða þar. „Ég setti höndina hans á öxlina mína og gekk með hann. Ég var reyndar svekktur yfir því að hann borðaði bara hálfa pítsu, ég hefði viljað gefa honum meira.“ Maðurinn var mjög þakklátur og grét af gleði.Maðurinn gæðir sér hér á pítsu á Gömlu smiðjunni.mynd/einkasafnEftir að þeir félagar höfðu snætt saman pítsu og drukkið kók, spjölluðu þeir mikið. „Við spjölluðum talsvert og hann sagði mér meðal annars að hann væri gamall sjómaður.“ Eftir góða stund á Gömlu smiðjunni gekk Jón Bjarni með manninn í gistiskýlið við Þingholtsstræti, þar sem tekið var vel á móti honum. „Starfsmenn gistiskýlisins spurðu hvort ég vildi ekki ættleiða manninn. Þá hló ég dátt,“ segir Jón Bjarni léttur í lund. Margir mættu taka góðverk Jóns Bjarna til fyrirmyndar og sérstaklega fyrir jólin. „Ég er ekkert svakalega mikið jólabarn en mér þykir alveg frábært að geta gert góðverk og sérstaklega núna þegar nær dregur jólum.“ Þetta er hins vegar ekki fyrsta góðverkið sem Jón Bjarni gerir, því fyrir nokkrum árum kom hann dreng til hjálpar í Breiðholti, sem hafði orðið fyrir einelti. „Ég lenti sjálfur í einelti þegar ég var yngri og þótti virkilega gott að geta hjálpað drengnum.“ Góðverk Jóns Bjarna hefur vakið mikla athygli á netinu en á einum sólarhring höfðu yfir tvö þúsund manns lækað stöðuuppfærsluna sem hann setti á fésbókarsíðu sína á sunnudag. Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira
„Ég var á gangi við Austurvöll, skammt frá Alþingishúsinu og þar lá hann á jörðinni,“ segir hinn 19 ára gamli Jón Bjarni Jónuson. Hann gerði góðverk síðastliðinn sunnudag þegar hann kom að manni sem var í mjög slæmu ástandi og lá á götunni. „Ég varð strax smeykur um ástand hans því hann var rænulaus. Ég tók í höndina á honum og spurði hvort allt væri í lagi,“ útskýrir Jón Bjarni sem fann mikið til með manninum. Jón Bjarni aðstoðaði manninn á fætur og gekk með hann á pítsastað í grenndinni, sem kallast Gamla smiðjan, og gaf manninum að borða þar. „Ég setti höndina hans á öxlina mína og gekk með hann. Ég var reyndar svekktur yfir því að hann borðaði bara hálfa pítsu, ég hefði viljað gefa honum meira.“ Maðurinn var mjög þakklátur og grét af gleði.Maðurinn gæðir sér hér á pítsu á Gömlu smiðjunni.mynd/einkasafnEftir að þeir félagar höfðu snætt saman pítsu og drukkið kók, spjölluðu þeir mikið. „Við spjölluðum talsvert og hann sagði mér meðal annars að hann væri gamall sjómaður.“ Eftir góða stund á Gömlu smiðjunni gekk Jón Bjarni með manninn í gistiskýlið við Þingholtsstræti, þar sem tekið var vel á móti honum. „Starfsmenn gistiskýlisins spurðu hvort ég vildi ekki ættleiða manninn. Þá hló ég dátt,“ segir Jón Bjarni léttur í lund. Margir mættu taka góðverk Jóns Bjarna til fyrirmyndar og sérstaklega fyrir jólin. „Ég er ekkert svakalega mikið jólabarn en mér þykir alveg frábært að geta gert góðverk og sérstaklega núna þegar nær dregur jólum.“ Þetta er hins vegar ekki fyrsta góðverkið sem Jón Bjarni gerir, því fyrir nokkrum árum kom hann dreng til hjálpar í Breiðholti, sem hafði orðið fyrir einelti. „Ég lenti sjálfur í einelti þegar ég var yngri og þótti virkilega gott að geta hjálpað drengnum.“ Góðverk Jóns Bjarna hefur vakið mikla athygli á netinu en á einum sólarhring höfðu yfir tvö þúsund manns lækað stöðuuppfærsluna sem hann setti á fésbókarsíðu sína á sunnudag.
Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira