Innlent

Lögmaður Sigurjóns Árnasonar krefst frávísunar

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Sigurjón Þ. Árnason og Ívar Guðjónsson.
Sigurjón Þ. Árnason og Ívar Guðjónsson.
Fyrirtaka var í málum sérstaks saksóknara gegn fyrrverandi starfmönnum Landsbankans, þar á meðal Sigurjóni Árnasyni, í dag. Sérstakur gaf út ákæru á hendur sex Landsbankamönnum fyrr á þessu ári fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik framin árin 2007 og 2008, en ákæran var þá sú fyrsta í hrunmáli tengdu Landsbankanum.

Lögmaður Sigurjóns krafðist frávísunar málsins á grundvelli stjórnsýslulaga og sakamálalaga og vísaði til þess að ekki hafi verið gætt að hlutlægni við rannsókn málsins eins og embættinu ber að gera.

Þá sagði Sigurjón G. Guðjónsson, lögmaður Sigurjóns, fyrir dómi í dag að Gunnar Andersen, þáverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, hafi verið vanhæfur.

Ásamt Sigurjóni er ákæran á hendur Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans, Ívari Guðjónssyni, sem var forstöðumaður eigin fjárfestinga bankans, Steinþóri Gunnarssyni, sem var forstöðumaður verðbréfamiðlunar bankans, og tveimur starfsmönnum eigin fjárfestinga bankans: Júlíusi Steinari Heiðarssyni og Sindra Sveinssyni.

Ákæran hverfist í raun um þrjú mál, en hér má lesa nánar um hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×