Innlent

Helgi Seljan um Pál: "Mér þykir þetta ömurlegt“

María Lilja Þrastardóttir og Kristján Hjálmarsson skrifar
„Mér þykir þetta ömurlegt, vægt til orða tekið. Fyrir utan þá staðreynd að mér er hlýtt til Páls persónulega og að atburðir undafarinna vikna hafi vafalaust verið honum jafn erfiðir og okkur, hefur hann reynst mér góður yfirmaður. Hann er blaðamaður og skilur það hlutverk betur en margir yfirmenn þeirra fjölmiðla sem ég starfað á," segir Helgi Seljan fréttamaður í Kastljósinu. 

Eins og fram hefur komið hefur Páll Magnússon komist að samkomulagi við stjórn RÚV og lætur af störfum sem útvarpsstjóri.

Mikla athygli vakti þegar til orðaskipta kom á milli Helga Seljan og Páls Magnússonar eftir starfsmannafund hjá RÚV í lok síðasta mánaðar og kallaði Páll Helga „óþverra.“ Atvikið náðist á myndband. Á fundinum var farið yfir þá ákvörðun að segja upp 39 starfsmönnum RÚV.

Páll baðst afsökunar á ummælum sínum þegar hann mætti í viðtal í Kastljósinu. 

Þó ég hafi gagnrýnt þær uppsagnir sem hér urðu; hafi talið og telji enn, að þær hefðu verið illa framkvæmdar, þá var staðan sem hann var settur í ekki auðveld. Það hlakkar eflaust í mörgum við þessi tíðindi; enda hafa ótrúlegustu hópar náð saman í að gera Pál að einhvers lags holdgervingi þessara súrrealísku tíma. Það lið mun sjálfsagt djamma með Þórði í kvöld. Ég geri það ekki,“ segir Helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×