Innlent

Innbrot í Reykjavík og Kópavogi

Gunnar Valþórsson skrifar
Lögregla náði í skottið á manninum, þeim sem braust inn í austurborginni og kom í ljós að sá hefur langan brotaferil auk þess sem hann hefur verið sviptur ökuréttindum og ætti því ekki að vera á bíl.
Lögregla náði í skottið á manninum, þeim sem braust inn í austurborginni og kom í ljós að sá hefur langan brotaferil auk þess sem hann hefur verið sviptur ökuréttindum og ætti því ekki að vera á bíl.
Brotist var inn á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í nótt og í gærkvöldi en klukkan ellefu var tilkynnt um innbrot í verslun í austurborginni.

Vitni sáu aðila aka á brott en ekki er ljóst hvort einhverju hafi verið stolið. Lögregla náði í skottið á manninum og kom í ljós að sá hefur langan brotaferil auk þess sem hann hefur verið sviptur ökuréttindum og ætti því ekki að vera á bíl. Maðurinn gistir nú fangageymslu.

Og klukkan fimm í morgun var tilkynnt um innbrot í veitingahús í Kópavogi. Litlar upplýsingar liggja fyrir um það mál en að sögn lögreglu hefur enginn verið handtekinn enn, grunaður um verknaðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×