Erlent

Segist hafa skotið Talibana

Þorgils Jónsson skrifar
Harry Bretaprins hefur lokið fimm mánaða herþjónustu í Afganistan.	nordicphotos/AFP
Harry Bretaprins hefur lokið fimm mánaða herþjónustu í Afganistan. nordicphotos/AFP
Harry Bretaprins, sem er á heimleið eftir fjögurra mánaða herþjónustu í Afganistan, segist hafa lent í aðstæðum sem þyrluflugmaður þar sem hann þurfti að skjóta á Talibana og að einhverjir þeirra hafi fallið.

Í samtali við fréttamenn fyrir heimferðina sagði Harry: „Stundum verður maður að taka líf til að bjarga lífi. Þannig er okkar raunveruleiki, býst ég við. Ef það eru einhverjir að reyna að skaða okkar menn, tökum við þá út."

Þetta er í annað skiptið sem Harry er við skyldustörf í Afganistan, en hann þurfti að fara heim fyrr en ætlað var fyrri part árs 2008, þar sem upp komst um veru hans þar. Hann stýrir nú Apache-þyrlum sem eru þær öflugustu í breska þyrluflotanum.

Í viðtalinu ræðir Harry um veruna í hernum þar sem hann kann almennt vel við sig sem einn af strákunum. Þó komi stundum upp tilfelli þar sem menn gapi þegar hann kemur inn í messann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×