Innlent

Átta mánaða rannsókn á mannsláti hefur engri niðurstöðu skilað

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fangelsið að Litla Hrauni.
Fangelsið að Litla Hrauni. Mynd/ Stefán.

Þótt átta mánuðir hafi liðið frá því að Sigurður Hólm Sigurðarson, fangi á Litla Hrauni, lést í fangelsinu er rannsókn á andláti hans ekki enn lokið.



Það var fimmtudaginn 17. maí sem Sigurður Hólm Sigurðsson lést í fangelsinu. Í fyrstu lék ekki grunur á að neitt sakhæft hefði átt sér stað. Fljótlega vaknaði þó upp grunur um að honum hefði verið veittir áverkur sem hefðu leitt til dauða hans. Þá þegar voru Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgirsson, fangar á Litla Hrauni, færðir í einangrun grunaðir um að hafa veitt Sigurði áverkana. Þeir neita hins vegar báðir sök.



Síðan þá hefur málið verið til rannsóknar hjá lögreglunni á Selfossi án þess að nokkuð hafi þokast í því. Þorgrímur Óli Sigurðsson, yfirlögregluþjónn á Selfossi, segir ástæðuna vera þá lögreglan hafi beðið gagna frá matsmönnum um langt skeið. „Við höfum verið að reyna að ýta á eftir þessu en án árangurs," segir hann.



Engar upplýsingar liggja fyrir um það hver meðalrannsóknartími í manndrápsmálum er á Íslandi. Þetta umrædda mál er þó ólíkt flestum öðrum morðrannsóknum á Íslandi að því leytinu til að í flestum málum hafa sakborningar játað sök fljótlega eftir að rannsókn hófst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×