Nauðsynlegt fyrir batann að rannsókn málsins klárist Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. janúar 2013 10:20 Freyja Þorvaldardóttir, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Hólum í Hjaltadal í mars á síðasta ári, bíður enn eftir að ákæra verði gefin út í málinu. Fjallað var um líkamsárásina á Vísi á sínum tíma þar sem meðal annars sjö tennur brotnuðu. Frétt Vísis má sjá hér. Þrátt fyrir að árásaraðilinn hafi strax játað brot sitt hefur ekki verið gefin út ákæra í málinu. „Ég veit ekki hvað ég er búinn að fara í margar aðgerðir síðan þá. Búin að vera í meðferð hjá fagaðilum og allt svoleiðis," segir Freyja í samtali við Vísi. Hún segist upphaflega hafa vonast eftir því að ákæra í málinu yrði gefin út fyrir sumarfrí þar sem allir dómarar á Íslandi séu í fríi allan júlí- og ágústmánuð. „Svo vonuðum við að þetta myndi klárast fyrir jól en það er bara ekkert að frétta," segir Freyja en lögfræðingur hennar hefur verið í sambandi við rannsóknarlögregluna á Akureyri sem hefur málið í sinni umsjá. „Ég sendi henni (innsk: lögfræðingnum) tölvupóst öðru hverju. Það síðasta sem ég heyrði var að vonandi yrði gefin út ákæra í janúarmánuði en nú er janúar að verða búinn," segir Freyja. Henni finnst fyrir neðan allar hellur hve lengi þolendur ofbeldis þurfi að bíða áður en mál þeirrs séu tekin fyrir. „Það er leiðinlegt fyrir þá sem verða fyrir svona hlutum að þurfa að bíða svona lengi. Það er stórt skref í bataferlinu að klára þetta fyrir utan allt annað sem maður er að vinna í. Þetta er bara sorglegt," segir Freyja.Uppfærtkl. 11.10 Rannsóknarlögreglan á Akureyri staðfesti við fréttastofu að málið hefði verið sent Ríkissaksóknara fyrir þó nokkru síðan. Nánari upplýsingar vildi lögreglan ekki gefa. Ríkissaksóknari vildi ekki svara fyrirspurn fréttstofu símleiðis en bauð upp á að svara erindinu á tölvupóstsformi. Sú fyrirspurn hefur verið send. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Freyja Þorvaldardóttir, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Hólum í Hjaltadal í mars á síðasta ári, bíður enn eftir að ákæra verði gefin út í málinu. Fjallað var um líkamsárásina á Vísi á sínum tíma þar sem meðal annars sjö tennur brotnuðu. Frétt Vísis má sjá hér. Þrátt fyrir að árásaraðilinn hafi strax játað brot sitt hefur ekki verið gefin út ákæra í málinu. „Ég veit ekki hvað ég er búinn að fara í margar aðgerðir síðan þá. Búin að vera í meðferð hjá fagaðilum og allt svoleiðis," segir Freyja í samtali við Vísi. Hún segist upphaflega hafa vonast eftir því að ákæra í málinu yrði gefin út fyrir sumarfrí þar sem allir dómarar á Íslandi séu í fríi allan júlí- og ágústmánuð. „Svo vonuðum við að þetta myndi klárast fyrir jól en það er bara ekkert að frétta," segir Freyja en lögfræðingur hennar hefur verið í sambandi við rannsóknarlögregluna á Akureyri sem hefur málið í sinni umsjá. „Ég sendi henni (innsk: lögfræðingnum) tölvupóst öðru hverju. Það síðasta sem ég heyrði var að vonandi yrði gefin út ákæra í janúarmánuði en nú er janúar að verða búinn," segir Freyja. Henni finnst fyrir neðan allar hellur hve lengi þolendur ofbeldis þurfi að bíða áður en mál þeirrs séu tekin fyrir. „Það er leiðinlegt fyrir þá sem verða fyrir svona hlutum að þurfa að bíða svona lengi. Það er stórt skref í bataferlinu að klára þetta fyrir utan allt annað sem maður er að vinna í. Þetta er bara sorglegt," segir Freyja.Uppfærtkl. 11.10 Rannsóknarlögreglan á Akureyri staðfesti við fréttastofu að málið hefði verið sent Ríkissaksóknara fyrir þó nokkru síðan. Nánari upplýsingar vildi lögreglan ekki gefa. Ríkissaksóknari vildi ekki svara fyrirspurn fréttstofu símleiðis en bauð upp á að svara erindinu á tölvupóstsformi. Sú fyrirspurn hefur verið send.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent