Nauðsynlegt fyrir batann að rannsókn málsins klárist Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. janúar 2013 10:20 Freyja Þorvaldardóttir, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Hólum í Hjaltadal í mars á síðasta ári, bíður enn eftir að ákæra verði gefin út í málinu. Fjallað var um líkamsárásina á Vísi á sínum tíma þar sem meðal annars sjö tennur brotnuðu. Frétt Vísis má sjá hér. Þrátt fyrir að árásaraðilinn hafi strax játað brot sitt hefur ekki verið gefin út ákæra í málinu. „Ég veit ekki hvað ég er búinn að fara í margar aðgerðir síðan þá. Búin að vera í meðferð hjá fagaðilum og allt svoleiðis," segir Freyja í samtali við Vísi. Hún segist upphaflega hafa vonast eftir því að ákæra í málinu yrði gefin út fyrir sumarfrí þar sem allir dómarar á Íslandi séu í fríi allan júlí- og ágústmánuð. „Svo vonuðum við að þetta myndi klárast fyrir jól en það er bara ekkert að frétta," segir Freyja en lögfræðingur hennar hefur verið í sambandi við rannsóknarlögregluna á Akureyri sem hefur málið í sinni umsjá. „Ég sendi henni (innsk: lögfræðingnum) tölvupóst öðru hverju. Það síðasta sem ég heyrði var að vonandi yrði gefin út ákæra í janúarmánuði en nú er janúar að verða búinn," segir Freyja. Henni finnst fyrir neðan allar hellur hve lengi þolendur ofbeldis þurfi að bíða áður en mál þeirrs séu tekin fyrir. „Það er leiðinlegt fyrir þá sem verða fyrir svona hlutum að þurfa að bíða svona lengi. Það er stórt skref í bataferlinu að klára þetta fyrir utan allt annað sem maður er að vinna í. Þetta er bara sorglegt," segir Freyja.Uppfærtkl. 11.10 Rannsóknarlögreglan á Akureyri staðfesti við fréttastofu að málið hefði verið sent Ríkissaksóknara fyrir þó nokkru síðan. Nánari upplýsingar vildi lögreglan ekki gefa. Ríkissaksóknari vildi ekki svara fyrirspurn fréttstofu símleiðis en bauð upp á að svara erindinu á tölvupóstsformi. Sú fyrirspurn hefur verið send. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Sjá meira
Freyja Þorvaldardóttir, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Hólum í Hjaltadal í mars á síðasta ári, bíður enn eftir að ákæra verði gefin út í málinu. Fjallað var um líkamsárásina á Vísi á sínum tíma þar sem meðal annars sjö tennur brotnuðu. Frétt Vísis má sjá hér. Þrátt fyrir að árásaraðilinn hafi strax játað brot sitt hefur ekki verið gefin út ákæra í málinu. „Ég veit ekki hvað ég er búinn að fara í margar aðgerðir síðan þá. Búin að vera í meðferð hjá fagaðilum og allt svoleiðis," segir Freyja í samtali við Vísi. Hún segist upphaflega hafa vonast eftir því að ákæra í málinu yrði gefin út fyrir sumarfrí þar sem allir dómarar á Íslandi séu í fríi allan júlí- og ágústmánuð. „Svo vonuðum við að þetta myndi klárast fyrir jól en það er bara ekkert að frétta," segir Freyja en lögfræðingur hennar hefur verið í sambandi við rannsóknarlögregluna á Akureyri sem hefur málið í sinni umsjá. „Ég sendi henni (innsk: lögfræðingnum) tölvupóst öðru hverju. Það síðasta sem ég heyrði var að vonandi yrði gefin út ákæra í janúarmánuði en nú er janúar að verða búinn," segir Freyja. Henni finnst fyrir neðan allar hellur hve lengi þolendur ofbeldis þurfi að bíða áður en mál þeirrs séu tekin fyrir. „Það er leiðinlegt fyrir þá sem verða fyrir svona hlutum að þurfa að bíða svona lengi. Það er stórt skref í bataferlinu að klára þetta fyrir utan allt annað sem maður er að vinna í. Þetta er bara sorglegt," segir Freyja.Uppfærtkl. 11.10 Rannsóknarlögreglan á Akureyri staðfesti við fréttastofu að málið hefði verið sent Ríkissaksóknara fyrir þó nokkru síðan. Nánari upplýsingar vildi lögreglan ekki gefa. Ríkissaksóknari vildi ekki svara fyrirspurn fréttstofu símleiðis en bauð upp á að svara erindinu á tölvupóstsformi. Sú fyrirspurn hefur verið send.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Sjá meira