Hófu rannsókn á máli meints Hagaskólaníðings eftir sýningu þáttar Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. janúar 2013 18:30 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar kynferðisbrot barnaníðings sem grunaður er um að hafa sett sig í samband við ungar stúlkur í Hagaskóla. Rannsókn hófst í kjölfar sjónvarpsþáttar um barnaníð. Málið hefur vakið óhug meðal foreldra í Hagaskóla. Eins og við greindum frá í fréttum okkar í gær virðist umfjöllun liðinna vikna og aukin vitundarvakning í samfélaginu um kynferðisbrot gegn börnum engin áhrif hafa á barnaníðinga. Hneigðir þeirra og brotavilji eru dómgreindinni yfirsterkari. Í þættinum Málinu á Skjáeinum í gærkvöldi játaði karlmaður á sjötugsaldri fyrir Sölva Tryggvasyni sjónvarpsmanni að hafa átt í kynferðislegu sambandi við ungar stúlkur. Sölvi komst í samband við manninn við undirbúning þáttarins undir þeim formerkjum að hann væri 12 ára stúlka, á nákvæmlega sama tíma og umfjöllun fjölmiðla um barnaníð náði hámarki fyrr í þessum mánuði. Í þessum samskiptum, sem fóru fram í gegnum forritið MSN Messenger, hafði maðurinn deilt mynd af íslenskri stúlku í kynferðislegum stellingum. Í viðtali sem maðurinn veitti eftir að hann var afhjúpaður greindi hann frá því að hann hefði fengið myndina hjá öðrum manni með sömu hneigðir sem kallar sig „Gunnar." Og lýsti honum m.a svona: „Hann hafði eitthvað sérstakt lag á að komast í kynni við svona ungar stúlkur sem voru í Hagaskóla." Þar sem fram komu sterkar vísbendingar um kynferðisbrot í þættinum og í raun sýnileg sönnunargögn um slík brot hóf lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsókn á málinu eftir sýningu þáttarins í gær. „Við erum þegar komnir með upplýsingar og ég hef haft samband við skólastjórann í Hagaskóla og gert henni grein fyrir því að við komum til með að rannsaka þetta mál," segir Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að margir foreldrar barna í Hagaskóla hafi fyllst óhug vegna málsins. „Skólastjórinn tjáði mér í morgun að þetta hefði vakið töluverðan óróa sem er skiljanlegt. Þannig að við komum til með að skoða þetta frá öllum hliðum," segir Björgvin. S. Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjóri Hagaskóla, sagði í samtali við fréttastofu að eðlilega væru foreldrar slegnir óhug og sagðist vonast til að lögreglan upplýsti málið vel og örugglega. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Játaði kynferðisbrot gegn börnum í MSN-spjalli Mikil fjölmiðlaumfjöllun að undanförnu um barnaníð hefur lítil eða engin áhrif á þá sem eru með barnagirnd. Karlmaður á sjötugsaldri var gripinn þegar hann taldi sig vera að fara að hitta 12 ára gamla stúlku aðeins örfáum dögum eftir að umfjöllun fjölmiðla um barnaníðinga hafði komist í hámæli. 22. janúar 2013 10:16 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Fleiri fréttir Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar kynferðisbrot barnaníðings sem grunaður er um að hafa sett sig í samband við ungar stúlkur í Hagaskóla. Rannsókn hófst í kjölfar sjónvarpsþáttar um barnaníð. Málið hefur vakið óhug meðal foreldra í Hagaskóla. Eins og við greindum frá í fréttum okkar í gær virðist umfjöllun liðinna vikna og aukin vitundarvakning í samfélaginu um kynferðisbrot gegn börnum engin áhrif hafa á barnaníðinga. Hneigðir þeirra og brotavilji eru dómgreindinni yfirsterkari. Í þættinum Málinu á Skjáeinum í gærkvöldi játaði karlmaður á sjötugsaldri fyrir Sölva Tryggvasyni sjónvarpsmanni að hafa átt í kynferðislegu sambandi við ungar stúlkur. Sölvi komst í samband við manninn við undirbúning þáttarins undir þeim formerkjum að hann væri 12 ára stúlka, á nákvæmlega sama tíma og umfjöllun fjölmiðla um barnaníð náði hámarki fyrr í þessum mánuði. Í þessum samskiptum, sem fóru fram í gegnum forritið MSN Messenger, hafði maðurinn deilt mynd af íslenskri stúlku í kynferðislegum stellingum. Í viðtali sem maðurinn veitti eftir að hann var afhjúpaður greindi hann frá því að hann hefði fengið myndina hjá öðrum manni með sömu hneigðir sem kallar sig „Gunnar." Og lýsti honum m.a svona: „Hann hafði eitthvað sérstakt lag á að komast í kynni við svona ungar stúlkur sem voru í Hagaskóla." Þar sem fram komu sterkar vísbendingar um kynferðisbrot í þættinum og í raun sýnileg sönnunargögn um slík brot hóf lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsókn á málinu eftir sýningu þáttarins í gær. „Við erum þegar komnir með upplýsingar og ég hef haft samband við skólastjórann í Hagaskóla og gert henni grein fyrir því að við komum til með að rannsaka þetta mál," segir Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að margir foreldrar barna í Hagaskóla hafi fyllst óhug vegna málsins. „Skólastjórinn tjáði mér í morgun að þetta hefði vakið töluverðan óróa sem er skiljanlegt. Þannig að við komum til með að skoða þetta frá öllum hliðum," segir Björgvin. S. Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjóri Hagaskóla, sagði í samtali við fréttastofu að eðlilega væru foreldrar slegnir óhug og sagðist vonast til að lögreglan upplýsti málið vel og örugglega. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Játaði kynferðisbrot gegn börnum í MSN-spjalli Mikil fjölmiðlaumfjöllun að undanförnu um barnaníð hefur lítil eða engin áhrif á þá sem eru með barnagirnd. Karlmaður á sjötugsaldri var gripinn þegar hann taldi sig vera að fara að hitta 12 ára gamla stúlku aðeins örfáum dögum eftir að umfjöllun fjölmiðla um barnaníðinga hafði komist í hámæli. 22. janúar 2013 10:16 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Fleiri fréttir Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Sjá meira
Játaði kynferðisbrot gegn börnum í MSN-spjalli Mikil fjölmiðlaumfjöllun að undanförnu um barnaníð hefur lítil eða engin áhrif á þá sem eru með barnagirnd. Karlmaður á sjötugsaldri var gripinn þegar hann taldi sig vera að fara að hitta 12 ára gamla stúlku aðeins örfáum dögum eftir að umfjöllun fjölmiðla um barnaníðinga hafði komist í hámæli. 22. janúar 2013 10:16