Innlent

Slasaður sjómaður

Gissur Sigurðsson. skrifar
Þyrla fór eftir slösuðum sjómanni meira en 20 sjómílur frá landi.
Þyrla fór eftir slösuðum sjómanni meira en 20 sjómílur frá landi.
Sjómaður slasaðist um borð í íslensku fiskiskipi þegar það var statt 90 sjómílur suðvestur af Reykjanesi í gærkvöldi.

Eftir samráð við þyrlulækni var ákveðið að senda þyrlu eftir manninum, og hélt skipið til móts við hana. Þar sem sýnt þótti að þyrlan þurfti að fljúga meira en 20 sjómílur frá landi, var önnur þyrluáhöfn sett í viðbragðsstöðu. Allt gekk að óskum og lenti þyrlan með hinn slasaða í Reykjavík um klukkan eitt í nótt og var sjómaðurinn lagður inn á slysadeild Landsspítalans. Hann er ekki í lífshættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×