"Helgi Hjörvar fer með rangt mál" Heimir Már Pétursson skrifar 5. júlí 2013 12:48 Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. Mynd/365 Ríkisstjórnin fékk vilja sínum ekki framgengt við kosningu fulltrúa í stjórn Ríkisútvarpsins á Alþingi í nótt, þegar einn stjórnarþingmanna greiddi atkvæði með stjórnarandstöðunni í leynilegri kosningu. Stjórnarandstaðan sakar forystumenn stjórnarflokkanna um að hafa svikið samkomulag um skipan í stjórnina. Þegar Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra ákvað að breyta skipan á stjórn Ríkisútvarpsins stóð til að stjórnin yrði skipuð sjö fulltrúum. Síðan var ákveðið að fulltrúarnir yrðu níu og sagði Unnur Brá Konráðsdóttir formaður allsherjar- og menntamálanefndar í ræðu um málið á þingi í fyrradag samkomulag væri um að fulltrúarnir myndu skiptast þannig að stjórnarflokkarnir fengju fimm og stjórnarandstöðuflokkarnir fjóra. Það tryggði að allir þingflokkar gætu skipað fulltrúa í stjórnina. En þegar listar stjórnar og stjórnarandstöðu voru lagðir fram á þingi í gærkvöldi kom í ljós að stjórnarflokkarnir ætluðu sér sex fulltrúa, sem þýddi að Píratar einir fengju ekki fulltrúa. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði dapurlegt að ekki væri hægt að treysta orðum þingmanna í ræðustól Alþingis. „Ég lýsi þeirri ábyrgð á hendur formönnum stjórnarflokkanna, séu gerðir grein fyrir þessu máli. Því ég tel það talsvert alvarlegt þegar við teljum að ákveðið samkomulag sé í gildi, sem staðfest hefur verið af þingflokksformönnum - að ekki sé staðið við það," sagði Katrín. Sigrún Magnúsdóttir þingflokksformaður Framsóknarflokksins sagði að leið mistök hefði átt sér stað í samtali hennar við þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar. „Sú sem hér stendur taldi líklegt að skiptingin yrði 5 frá stjórnarflokkunum, og 4 frá stjórnarandstöðunni. Þessar upplýsingar byggðust á misskilningi eins og fram kemur í frumvarpinu, og bið ég háttvirta þingmenn afsökunar," sagði Sigrún. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfulkingarinnar sagði að ekki væri við Unni Brá að sakast að samkomulag hefði verið svikið, hún væri orðheldin kona. „Það er hæstvirtur forsætisráðherra sem að hefur lagst svo lágt að svíkja samninginn og gera þingmenn stjórnarliðsins ómerka á orðum sínum í ræðustól Alþingis," sagði Helgi og vakti athygli á því að kosningin væri leynileg. „Því ef greiði einn stjórnarliði í leynilegri kosningu atkvæði með okkur í minnihlutanum þá heldur samkomulagið, og þá standa orð formanns allsherjar- og menntamálanefndar hér í ræðustól Alþingis. Það þarf bara kjark eins manns í leynilegri atkvæðagreiðslu." Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagðist ekki skilja hvers vegna Helgi blandaði honum í málið með heiftúðugum hætti. „Háttvirtur þingmaður fer með rangt mál - hann segir ósátt þegar hann fullyrðir að ég hafi gert einhvern samning sem hafi síðan svikið. Það er ekki rétt, ég gerði engan sérstakan samning um þetta mál. Þeim reglum sem að gilda um kjör stjórnarmanna í stjórn ríkisútvarpsins er lýst í lögunum og þeim reglum verður fylgt," sagði Sigmundur Davíð. En að lokum fór það svo að einn stjórnarþingmaður greiddi atkvæði með stjórnarandstöðunni og því fengu stjórnarflokkarnir fimm fulltrúa en ekki sex í stjórn Ríkisútvarpsins eins og þeir lögðu upp með. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Sjá meira
Ríkisstjórnin fékk vilja sínum ekki framgengt við kosningu fulltrúa í stjórn Ríkisútvarpsins á Alþingi í nótt, þegar einn stjórnarþingmanna greiddi atkvæði með stjórnarandstöðunni í leynilegri kosningu. Stjórnarandstaðan sakar forystumenn stjórnarflokkanna um að hafa svikið samkomulag um skipan í stjórnina. Þegar Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra ákvað að breyta skipan á stjórn Ríkisútvarpsins stóð til að stjórnin yrði skipuð sjö fulltrúum. Síðan var ákveðið að fulltrúarnir yrðu níu og sagði Unnur Brá Konráðsdóttir formaður allsherjar- og menntamálanefndar í ræðu um málið á þingi í fyrradag samkomulag væri um að fulltrúarnir myndu skiptast þannig að stjórnarflokkarnir fengju fimm og stjórnarandstöðuflokkarnir fjóra. Það tryggði að allir þingflokkar gætu skipað fulltrúa í stjórnina. En þegar listar stjórnar og stjórnarandstöðu voru lagðir fram á þingi í gærkvöldi kom í ljós að stjórnarflokkarnir ætluðu sér sex fulltrúa, sem þýddi að Píratar einir fengju ekki fulltrúa. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði dapurlegt að ekki væri hægt að treysta orðum þingmanna í ræðustól Alþingis. „Ég lýsi þeirri ábyrgð á hendur formönnum stjórnarflokkanna, séu gerðir grein fyrir þessu máli. Því ég tel það talsvert alvarlegt þegar við teljum að ákveðið samkomulag sé í gildi, sem staðfest hefur verið af þingflokksformönnum - að ekki sé staðið við það," sagði Katrín. Sigrún Magnúsdóttir þingflokksformaður Framsóknarflokksins sagði að leið mistök hefði átt sér stað í samtali hennar við þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar. „Sú sem hér stendur taldi líklegt að skiptingin yrði 5 frá stjórnarflokkunum, og 4 frá stjórnarandstöðunni. Þessar upplýsingar byggðust á misskilningi eins og fram kemur í frumvarpinu, og bið ég háttvirta þingmenn afsökunar," sagði Sigrún. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfulkingarinnar sagði að ekki væri við Unni Brá að sakast að samkomulag hefði verið svikið, hún væri orðheldin kona. „Það er hæstvirtur forsætisráðherra sem að hefur lagst svo lágt að svíkja samninginn og gera þingmenn stjórnarliðsins ómerka á orðum sínum í ræðustól Alþingis," sagði Helgi og vakti athygli á því að kosningin væri leynileg. „Því ef greiði einn stjórnarliði í leynilegri kosningu atkvæði með okkur í minnihlutanum þá heldur samkomulagið, og þá standa orð formanns allsherjar- og menntamálanefndar hér í ræðustól Alþingis. Það þarf bara kjark eins manns í leynilegri atkvæðagreiðslu." Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagðist ekki skilja hvers vegna Helgi blandaði honum í málið með heiftúðugum hætti. „Háttvirtur þingmaður fer með rangt mál - hann segir ósátt þegar hann fullyrðir að ég hafi gert einhvern samning sem hafi síðan svikið. Það er ekki rétt, ég gerði engan sérstakan samning um þetta mál. Þeim reglum sem að gilda um kjör stjórnarmanna í stjórn ríkisútvarpsins er lýst í lögunum og þeim reglum verður fylgt," sagði Sigmundur Davíð. En að lokum fór það svo að einn stjórnarþingmaður greiddi atkvæði með stjórnarandstöðunni og því fengu stjórnarflokkarnir fimm fulltrúa en ekki sex í stjórn Ríkisútvarpsins eins og þeir lögðu upp með.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Sjá meira