Innlent

Átak stórlækkar atvinnuleysi á Suðurnesjum

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Í desember í fyrra voru 436 manns  atvinnulausir á Suðurnesjum en í lok júní voru 240 án starfs.
Í desember í fyrra voru 436 manns atvinnulausir á Suðurnesjum en í lok júní voru 240 án starfs. MYND/GETTY
Atvinnulausum á Suðurnesjum hefur fækkað um 45% á síðustu sex mánuðum. Í desember 2012 voru 436 án starfs en í lok júní var sú tala komin niður í 240 manns. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta.

Mikill árangur hefur náðst í Stafi, vinnumiðlun og ráðgjöf ,var komið af stað síðla sumars í fyrra en það er átak verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins í samvinnu við Velferðarráðuneytið og Vinnumálastofnun.

Starf, vinnumiðlun og ráðgjöf, er tilraunaverkefni sem tekur við hlutverki vinnumiðlunar og vinnumarkaðsúrræða af Vinnumálastofnun fyrir félagsmenn þeirra félaga sem standa að því. Markmið verkefnisins er að efla vinnumiðlun og stula að virkari vinnumarkaðsaðgerðum sem eru til þess gerðar að auka líkur atvinnuleitenda á að fá störf á vinnumarkaði að nýju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×