Innlent

Skandinavar sjá um loftrýmiseftirlit á Íslandi

Jakob Bjarnar skrifar
Svíar, Finnar og Norðmenn sjá um lofrýmiseftirlit yfir Íslandi.
Svíar, Finnar og Norðmenn sjá um lofrýmiseftirlit yfir Íslandi.
Í byrjun næsta árs munu Svíar og Finnar sinna loftrýmiseftirliti á Íslandi samhliða reglubundinni loftrýmisgæslu Norðmanna. Um er að ræða merkileg skref í sögu norrænnar varnarsamvinnu og Atlantshafsbandalagsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Urði Gunnarsdóttur, fjölmiðlafulltrúa utanríkisráðuneytisins. Þar segir jafnframt að loftrýmiseftirlitið muni eiga sér stað dagana 3. til 21. febrúar næstkomandi og hafa þjóðþing Finna og Svía samþykkt þátttökuna, sem og fastaráð Atlantshafsbandalagsins. "Þátttaka Svía og Finna í loftrýmiseftirliti á Íslandi á sér bakgrunn í skýrslu Thorvalds Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra og varnarmálaráðherra Noregs, um norrænt samstarf í utanríkis- og varnarmálum sem hann afhenti utanríkisráðherrum Norðurlandanna árið 2009."

Þá segir að undirbúningráðstefnur hafi átt sér stað á þessu ári og mun lokaundirbúningur fara fram á íslandi í lok október. Öll ríkin þrjú munu leggja til orrustuþotur en einnig er fyrirséð að ratsjárvélar frá Atlantshafsbandalaginu og þyrlur og eldsneytisáfyllingarvél frá Finnlandi og Svíþjóð verði liður í eftirlitinu. "Alls munu þátttakendur frá löndunum þremur verða á bilinu 200-250 manns."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×