Innlent

Rigning og vindur einkennir helgina

Það er lítið ferðaveður.
Það er lítið ferðaveður.
Það verður suðaustan 10-18 m/s með rigningu, talsverðri SA-lands í kvöld.

Hvassast SV-til á landinu. Þurrt NA-til fram á kvöld. Svo lægir V- og N-til í nótt og rofar til. SV 10-15 SA-til og rigning í fyrramálið, en annars mun hægari vindur og úrkomulítið.

Vaxandi vestlæg átt með rigningu á morgun, 13-20 A-til um kvöldið, en hægari V-til. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast NA-lands en svalara á morgun.

Það verður strekkings suðvestlæg átt á sunnudag og úrkomulítið, en lægir seinnipartinn og fer að rigna S-lands.

Hæg breytileg átt á mánudag og rigning S-til, en léttir víða til um kvöldið.

Sunnan og suðvestanátt og þurrt á þriðjudag og víða bjart N- og A-lands, en dálítil væta S- og V-lands á miðvikudag. Hlýnar í veðri eftir helgi, einkum NA-til.

Hægt er að nálgast spána hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×