Innlent

Of Monsters and Men í herferð Coca Cola

Boði Logason skrifar
Of Monsters and Men hefur slegið í gegn um allan heim
Of Monsters and Men hefur slegið í gegn um allan heim
Íslensku krakkarnir í hljómsveitinni Of Monsters and Men halda áfram að slá í gegn út um allan heim. Nýjasta afrek þeirra er að lagið Little Talks, sem fyrir löngu er orðið heimsfrægt, er notað í auglýsingaherferð Coca Cola á internetinu. Þar er lagið spilað á kókflöskur og selló.

Á vefsíðunni heitir útgáfan "The Sounds of AHH by KHS" og er í leikstjórn Kurt Hugo Schneider. Íslenska hljómsveitin spilar á Hróarskeldu í Danmörku í kvöld en hún hefur túrað um heiminn síðustu mánuði.

Hægt er að horfa á myndbandið hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×