Innlent

Leyfilegur heildarafli aukinn

Ingveldur Geirsdóttir skrifar
Heildarafli þorsk fer úr tæpum 200 þúsund tonnum upp í rúm 214 þúsund tonn.
Heildarafli þorsk fer úr tæpum 200 þúsund tonnum upp í rúm 214 þúsund tonn.
Heildarverðmæti allra fisktegunda eykst á næsta fiskveiðiári um fimmtán milljarða vegna ákvörðunar sjávarútvegsráðherra sem ætlar að fara að ráðum Hafrannsóknarstofnunnar um veiðar á næsta ári. Áætlað er að útflutningsverðmæti sjávarafurða aukist um 15 milljarða.

Farið var í einu og öllu eftir ráðleggingum Hafrannsóknarstofnunar við ákvörðun heildaraflans á næsta fiskveiðiári.

„Það er mjög mikilvægt að byggja á hinum vísindalega grunni og við höfum sýnt það á undanförnum árum að með því að fylgja honum nokkuð vel og ýtarlega eftir hefur það tekist að byggja upp okkar helstu nytjastofna sem er mjög jákvætt," segir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra.

Heildarafli þorsk fer úr tæpum 200 þúsund tonnum upp í rúm 214 þúsund tonn, þá eykst hann líka í  ýsu, ufsa og síld en stendur í stað eða lækkar lítillega í öðrum tegundum.

„Það stefnir í það að útflutningsverðmætið gæti orðið um 15 milljörðum meira og allt að 2,4 % aukning í vöruútflutningi sem er gríðarlega jákvætt fyrir þjóðarbúið á þessum tíma," segir Sigurður Ingi.

Þá vill ráðherra að veiðar á úthafsrækju lúti stjórn að nýju en þær hafa verið frjálsar síðustu þrjú ár.  Þann 1. júlí síðastliðinn voru veiðarnar stöðvaðar þar sem ljóst var að þær stefndu í að fara verulega fram úr ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar sem lækkaði tölvert á milli fiskveiðiára.

„Við erum með þetta mál núna til lögformlegrar skoðunar hérna í ráðuneytinu. Ég vonast til þess að það skýrist nú á næstu vikum og það er þess vegna sem ekki er gefinn út neinn ráðlagður afli fyrir rækju að þessu sinni en við gerum það síðar í sumar."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×