Serena Williams, fimmfaldur meistari á opna ástralska tennismótinu, er úr leik eftir tap á móti 19 ára stelpu í átta manna úrslitunum í nótt. Sloane Stephens vann tvö síðustu settin og tryggði sér sigurinn.
Serena Williams vann fyrsta settið 6-3 en tapaði svo tveimur í röð 5-7, 4-6. Þetta eru ein af óvæntustu úrslitum mótsins í ár.
Serena Williams er aðalfyrirmynd Sloane Stephens í tennisnum en Serena er tólf árum eldri og hefur unnið fimmtán risamót. Serena vann opna ástralska síðast árið 2010.
Sloane Stephens mætir Victoria Azarenka í undanúrslitunum en Azarenka er efst á heimslistanum. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast síðan Maria Sharapova frá Rússlandi og Li Na frá Kína..
Táningsstelpa sló út Serenu Williams
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





„Ég var bara með niðurgang“
Fótbolti

Skórnir hennar seldust upp á mínútu
Körfubolti




„Heilt yfir var ég bara sáttur“
Fótbolti