Rannsaka harða diska í tölvum meintra níðinga Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. janúar 2013 23:11 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú harða diska í tölvum tveggja manna sem grunaðir eru um barnaníð. Mennirnir voru handteknir í gær en rannsókn á máli þeirra hófst eftir sýningu þáttarins Málsins á Skjáeinum. Mönnunum var sleppt síðdegis í dag eftir skýrslutökur hjá lögreglu. Ekki var tilefni til að krefjast gæsluvarðhalds þar sem ekki liggja fyrir kærur frá þolendum. Undir þeim formerkjum að hann væri 12 ára stúlka komst Sölvi Tryggvason í kynni við mann á sjötugsaldri við undirbúning Málsins en umfjöllunarefnið var barnaníð. Maðurinn sýndi kynferðislegu samneyti við „stúlkuna" áhuga og í þeirra samskiptum á netinu deildi maðurinn mynd af ungri stúlku, sem hann kvað íslenska, í kynferðislegum stellingum. Maðurinn sagðist hafa fengið myndina hjá vini sínum sem hann sagði einstakt lag hafa á að koma sér í samband við „ungar stúlkur í Hagaskóla."Í fréttum okkar í gær staðfesti Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, svo að rannsókn á meintum brotum mannanna væri hafin. Framvindan var hröð í kjölfarið og voru báðir mennirnir handteknir í gær. Annar þeirra mun hafa verið við vinnu þegar það gerðist. Mennirnir voru svo báðir í skýrslutökum í dag í sitt hvoru lagi hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Mennirnir voru handteknir í gær og voru þá í yfirheyrslum. Auk þess var lagt hald á tölvur og tölvuhluti. Þeir hafa verið áfram í skýrslutökum í dag. Það hefur ekki verið talin ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald," segir Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar LRH.Eiga þeir sér einhvern sakarferil þegar kynferðisbrot eru annars vegar? „Nei, þeir hafa enga sögu hjá lögreglu."Eru einhver tengsl á milli þeirra að því undanskildu að þeir hafa verið í samskiptum á netinu? „Nei, það er ekki hægt að sjá að það séu nein tengsl," segir Björgvin.Mennirnir eru báðir kvæntir og eiga börn. Sá eldri, sem var viðmælandi Sölva í Málinu, á einnig barnabörn. Engar kærur hafa borist frá foreldrum og engir staðfestir þolendur hafa stigið fram og því eru ekki efni til að krefjast gæsluvarðhalds, en lögreglan mun nú yfirfara harða diska á tölvum mannanna og eftir atvikum kalla þá aftur í skýrslu ef þar finnst eitthvað saknæmt.thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Játaði kynferðisbrot gegn börnum í MSN-spjalli Mikil fjölmiðlaumfjöllun að undanförnu um barnaníð hefur lítil eða engin áhrif á þá sem eru með barnagirnd. Karlmaður á sjötugsaldri var gripinn þegar hann taldi sig vera að fara að hitta 12 ára gamla stúlku aðeins örfáum dögum eftir að umfjöllun fjölmiðla um barnaníðinga hafði komist í hámæli. 22. janúar 2013 10:16 Hófu rannsókn á máli meints Hagaskólaníðings eftir sýningu þáttar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar kynferðisbrot barnaníðings sem grunaður er um að hafa sett sig í samband við ungar stúlkur í Hagaskóla. Rannsókn hófst í kjölfar sjónvarpsþáttar um barnaníð. Málið hefur vakið óhug meðal foreldra í Hagaskóla. 22. janúar 2013 18:30 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Fleiri fréttir Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú harða diska í tölvum tveggja manna sem grunaðir eru um barnaníð. Mennirnir voru handteknir í gær en rannsókn á máli þeirra hófst eftir sýningu þáttarins Málsins á Skjáeinum. Mönnunum var sleppt síðdegis í dag eftir skýrslutökur hjá lögreglu. Ekki var tilefni til að krefjast gæsluvarðhalds þar sem ekki liggja fyrir kærur frá þolendum. Undir þeim formerkjum að hann væri 12 ára stúlka komst Sölvi Tryggvason í kynni við mann á sjötugsaldri við undirbúning Málsins en umfjöllunarefnið var barnaníð. Maðurinn sýndi kynferðislegu samneyti við „stúlkuna" áhuga og í þeirra samskiptum á netinu deildi maðurinn mynd af ungri stúlku, sem hann kvað íslenska, í kynferðislegum stellingum. Maðurinn sagðist hafa fengið myndina hjá vini sínum sem hann sagði einstakt lag hafa á að koma sér í samband við „ungar stúlkur í Hagaskóla."Í fréttum okkar í gær staðfesti Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, svo að rannsókn á meintum brotum mannanna væri hafin. Framvindan var hröð í kjölfarið og voru báðir mennirnir handteknir í gær. Annar þeirra mun hafa verið við vinnu þegar það gerðist. Mennirnir voru svo báðir í skýrslutökum í dag í sitt hvoru lagi hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Mennirnir voru handteknir í gær og voru þá í yfirheyrslum. Auk þess var lagt hald á tölvur og tölvuhluti. Þeir hafa verið áfram í skýrslutökum í dag. Það hefur ekki verið talin ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald," segir Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar LRH.Eiga þeir sér einhvern sakarferil þegar kynferðisbrot eru annars vegar? „Nei, þeir hafa enga sögu hjá lögreglu."Eru einhver tengsl á milli þeirra að því undanskildu að þeir hafa verið í samskiptum á netinu? „Nei, það er ekki hægt að sjá að það séu nein tengsl," segir Björgvin.Mennirnir eru báðir kvæntir og eiga börn. Sá eldri, sem var viðmælandi Sölva í Málinu, á einnig barnabörn. Engar kærur hafa borist frá foreldrum og engir staðfestir þolendur hafa stigið fram og því eru ekki efni til að krefjast gæsluvarðhalds, en lögreglan mun nú yfirfara harða diska á tölvum mannanna og eftir atvikum kalla þá aftur í skýrslu ef þar finnst eitthvað saknæmt.thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Játaði kynferðisbrot gegn börnum í MSN-spjalli Mikil fjölmiðlaumfjöllun að undanförnu um barnaníð hefur lítil eða engin áhrif á þá sem eru með barnagirnd. Karlmaður á sjötugsaldri var gripinn þegar hann taldi sig vera að fara að hitta 12 ára gamla stúlku aðeins örfáum dögum eftir að umfjöllun fjölmiðla um barnaníðinga hafði komist í hámæli. 22. janúar 2013 10:16 Hófu rannsókn á máli meints Hagaskólaníðings eftir sýningu þáttar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar kynferðisbrot barnaníðings sem grunaður er um að hafa sett sig í samband við ungar stúlkur í Hagaskóla. Rannsókn hófst í kjölfar sjónvarpsþáttar um barnaníð. Málið hefur vakið óhug meðal foreldra í Hagaskóla. 22. janúar 2013 18:30 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Fleiri fréttir Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Sjá meira
Játaði kynferðisbrot gegn börnum í MSN-spjalli Mikil fjölmiðlaumfjöllun að undanförnu um barnaníð hefur lítil eða engin áhrif á þá sem eru með barnagirnd. Karlmaður á sjötugsaldri var gripinn þegar hann taldi sig vera að fara að hitta 12 ára gamla stúlku aðeins örfáum dögum eftir að umfjöllun fjölmiðla um barnaníðinga hafði komist í hámæli. 22. janúar 2013 10:16
Hófu rannsókn á máli meints Hagaskólaníðings eftir sýningu þáttar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar kynferðisbrot barnaníðings sem grunaður er um að hafa sett sig í samband við ungar stúlkur í Hagaskóla. Rannsókn hófst í kjölfar sjónvarpsþáttar um barnaníð. Málið hefur vakið óhug meðal foreldra í Hagaskóla. 22. janúar 2013 18:30