Íslenski boltinn

Kolbeinn er yngsti fyrirliðinn síðan 1977

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson í leiknum í gær.
Kolbeinn Sigþórsson í leiknum í gær. Mynd/AP
Kolbeinn Sigþórsson bar fyrirliðaband íslenska landsliðsins í fyrsta sinn á móti Rússum í gær, aðeins 22 ára, 10 mánaða og 23 daga gamall.

Hann er yngri en Aron Einar Gunnarsson þegar hann fékk fyrsta fyrirliðabandið á móti Frökkum í fyrra, þá bara 23 ára, 1 mánaða og 5 daga. Aron Einar gat ekki tekið þátt í leiknum í gær vegna meiðsla.

Þegar Aron Einar fékk fyrirliðabandið frá Lars Lagerbäck í lok maí í fyrra var hann yngsti landsliðsfyrirliðinn síðan Ásgeir Sigurvinsson bar fyrirliðabandið í leikjum á móti Hollandi og Belgíu haustið 1977, þá aðeins 22 ára og fjögurra mánaða.

Ásgeir var þarna fyrirliði landsliðsins í annað og þriðja sinn, en tveimur árum áður hafði hann sett metið, þá aðeins 20 ára og fjögurra mánaða.

Lars Lagerbäck er greinilega óhræddur að láta unga leikmenn taka við fyrirliðabandinu.

Eiður Smári Guðjohnsen, sem lék með landsliðinu á ný í gær, bar fyrst fyrirliðaband landsliðsins í sigurleik á móti Færeyjum 7. júní 2003, þá 24 ára, 8 mánaða og 23 daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×