Fótbolti

Hannes til skosks úrvalsdeildarfélags

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hannes Þ. Sigurðsson mun í dag gangast undir læknisskoðun hjá skoska úrvalsdeildarliðinu Inverness Caledonian Thistle, samkvæmt umboðsmanni hans.

Þetta hefur norska dagblaðið Aftenbladet eftir umboðsmanni Hannesar og er fullyrt að Hannes verði mögulega gjaldgengur með Inverness fyrir leik liðsins gegn Celtic um helgina.

Inverness er sem stendur í öðru sæti deildarinnar með 37 stig, fimmtán stigum á eftir toppliði Celtic.

Hannes var orðaður við norsku liðin Molde og Sandnes Ulf í vetur. Ole Gunnar Solskjær, stjóri fyrrnefnda liðsins, staðfesti fyrir nokkru að Hannes fengi ekki samning hjá félginu en forráðamenn Sandnes Ulf höfðu enn áhuga á kappanum. Hann spilaði áður með Viking í Noregi en síðast spilaði hann með liði í Kasakstan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×