Innlent

Átak gegn langtímaatvinnuleysi af stað

Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint.
Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint. Mynd Gunnar V. Andrésson
Liðsstyrkur, sameiginlegt atvinnuátak stéttarfélaga, atvinnurekenda, sveitarfélaga og ríkisins gegn langtímaatvinnuleysi fór af stað í morgun.

Verkefnið á að virkja atvinnuleitendur, sem hafa fullnýtt, eða munu fullnýta rétt sinn innan atvinnuleysistryggingakerfisins á árinu 2013, til þátttöku að nýju á vinnumarkaði. Meginintak þessa umfangsmesta atvinnuátaksverkefnis sem ráðist hefur verið í er vinna fyrir vinnufæra og vinnufúsa á sama tíma og þeim sem óvinnufærir eru er boðin atvinnutengd starfsendurhæfing. Heildarkostnaður Atvinnuleysistryggingasjóðs við verkefnið er áætlaður 2,7 milljarðar króna.

Atvinnuleitendum innan þessa hóps, alls um 3.700 einstaklingum, verður boðið tímabundið starf eða starfsendurhæfing á árinu 2013 enda skrái þeir sig til þátttöku í átakið á www.lidsstyrkur.is. Reiknað er með að um 60% einstaklinga í þessum hópi þiggi starfstilboð svo skapa þarf 2.200 tímabundin ný störf innan ársins. Sveitarfélög munu samskvæmt samkomulagi aðila bjóða 660 störf, ríkið 220 störf og almenni vinnumarkaðurinn 1.320 störf.

Markmiðið Liðsstyrks eru að enginn falli af atvinnuleysisbótum án þess að fá tilboð um starf en að auðvelda um leið atvinnurekendum nýráðningar með niðurgreiðslu á stofnkostnaði nýrra starfa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×