Hernandez bendlaður við tvöfalt morð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. júní 2013 23:30 Aaron Hernandez eftir handtökuna í gær. Mynd/AP NFL-leikmaðurinn Aaron Hernandez virðist eiga langa fangelsisvist fyrir höndum en hann var í gær ákærður fyrir morð. Hernandez var rekinn frá liði sínu, New England Patriots, skömmu eftir að hann var handtekinn í gær en hann hefur verið einn af allra bestu innherjum deildarinnar. Í dag greindu svo bandarískir fjölmiðlar frá því að lögreglan væri að kanna mögulegan þátt Hernandez í máli þar sem tveir voru myrtir í Boston á síðasta ári. Málið er enn óupplýst en þrír menn urðu þá fyrir skotárás úr bíl á ferð. Tveir létust samstundis en sá þriðji komst af. Lögreglan í Boston hefur neitað að upplýsa hvort að Hernandez sé grunaður um verknaðinn en fjölmiðlar ytra greina frá því að málin tvö séu mögulega tengd. Í síðustu viku fannst hinn 27 ára gamli Odin Lloyd látinn skammt frá heimili Hernandez. Fljótlega beindist rannsókn lögreglunnar að Hernandez sem taldist vinur Lloyd. Hernandez var leiddur fyrir dómara í gær þar sem hann lýsti sig saklausan af ákærum sem honum voru birtar. Dómari neitaði að láta hann lausan gegn tryggingu og sagði saksóknara hafa sterkt mál í höndunum. Saksóknari heldur því fram að Hernandez hafi ásamt tveimur öðrum sótt Lloyd á heimili sitt og keyrt með hann á mannlaust byggingarsvæði. Þar mun Hernandez hafa skotið Lloyd til bana og myrt hann af yfirlögðu ráði. Lloyd mun mögulega hafa búið yfir vitneskju um áðurnefnda skotárás sem átti sér stað, eftir því sem kemur fram í fréttaflutningi ytra. Enn fremur sást til Hernandez í slagsmálum á næturklúbbi í Boston aðeins fáeinum klukkustundum áður en skotárásin átti sér stað skammt undan. NFL Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Sjá meira
NFL-leikmaðurinn Aaron Hernandez virðist eiga langa fangelsisvist fyrir höndum en hann var í gær ákærður fyrir morð. Hernandez var rekinn frá liði sínu, New England Patriots, skömmu eftir að hann var handtekinn í gær en hann hefur verið einn af allra bestu innherjum deildarinnar. Í dag greindu svo bandarískir fjölmiðlar frá því að lögreglan væri að kanna mögulegan þátt Hernandez í máli þar sem tveir voru myrtir í Boston á síðasta ári. Málið er enn óupplýst en þrír menn urðu þá fyrir skotárás úr bíl á ferð. Tveir létust samstundis en sá þriðji komst af. Lögreglan í Boston hefur neitað að upplýsa hvort að Hernandez sé grunaður um verknaðinn en fjölmiðlar ytra greina frá því að málin tvö séu mögulega tengd. Í síðustu viku fannst hinn 27 ára gamli Odin Lloyd látinn skammt frá heimili Hernandez. Fljótlega beindist rannsókn lögreglunnar að Hernandez sem taldist vinur Lloyd. Hernandez var leiddur fyrir dómara í gær þar sem hann lýsti sig saklausan af ákærum sem honum voru birtar. Dómari neitaði að láta hann lausan gegn tryggingu og sagði saksóknara hafa sterkt mál í höndunum. Saksóknari heldur því fram að Hernandez hafi ásamt tveimur öðrum sótt Lloyd á heimili sitt og keyrt með hann á mannlaust byggingarsvæði. Þar mun Hernandez hafa skotið Lloyd til bana og myrt hann af yfirlögðu ráði. Lloyd mun mögulega hafa búið yfir vitneskju um áðurnefnda skotárás sem átti sér stað, eftir því sem kemur fram í fréttaflutningi ytra. Enn fremur sást til Hernandez í slagsmálum á næturklúbbi í Boston aðeins fáeinum klukkustundum áður en skotárásin átti sér stað skammt undan.
NFL Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Sjá meira