Innlent

Öflugustu vindhviðurnar 52 metrar á sekúndu

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Veðurfræðingurinn brýnir fyrir fólki að vera ekki á ferðinni að óþörfu á meðan veðrið sé svona slæmt.
Veðurfræðingurinn brýnir fyrir fólki að vera ekki á ferðinni að óþörfu á meðan veðrið sé svona slæmt. mynd/Vegagerðin
Öflugustu vindhviðurnar fóru upp í 52 metra á sekúndu við Hafnarfjall í dag. Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að meðal vindurinn hafi verið um 32 metrar á sekúndu þegar mest var í dag. Nú sé meðal vindurinn um það bil 25 metrar á sekúndu.

Hann segir að það gerist alltaf nokkrum sinnum á vetri að mestu vindhviðurnar fari svona hátt. Það gerist helst á þessum stað og Kjalarnesi. Það séu suðaustan, suðvestan og norðaustan vindarnir sem geti valdið þessum hvössu kviðum.

Hann segir að veðrið muni vera með þessum hætti eitthvað áfram en það eigi að ganga niður um klukkan 19. Í nótt muni hvessa á ný og snemma í fyrramálið má búast við aftakaveðri á ný.

Hann brýnir fyrir fólki að vera ekki á ferðinni að óþörfu á meðan veðrið sé svona slæmt.

Sjálfboðaliðar björgunarsveita um land allt eru nú við störf vegna óveðursins sem geysar víðs vegar um landið. Á Akranesi hefur verið nokuð um aðstoðarbeiðnir en þar fauk meðal annars kerra sem skemmdi bæði hús og bíl. Þar flauk einnig húsbíll út á götu. Þetta segir í tilkynningu frá Landsbjörg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×