Innlent

Að minnsta kosti 10.000 fórust

Gríðarleg eyðilegging hefur orðið af völdum Haiyan.
Gríðarleg eyðilegging hefur orðið af völdum Haiyan. Mynd/AFP
Nú liggur fyrir að tíu þúsund manns hið minnsta hafi fallið í fellibylnum mikla sem gekk yfir Filippseyjar fyrir helgi. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að borgin Tacloban sé að mestu eyðilögð eftir fárviðrið. Eyjan Samar varð einni illa úti en þar er hátt í tvö þúsund manns enn saknað. Ekkert rafmagn er á stórum svæðum Filippseyja sem stendur, símasamband liggur niðri og samgöngu eru víða úr skorðum. Í þokkabót er ekkert hreint vatn í helstu borgum Filippseyja.

Haiyan stefnir nú í átt að Víetnam. Viðbúnaður þar er gríðarlegur og er búið að flytja sex hundruð þúsund manns á brott en þegar hafa nokkrir látist í flóðum í norðurhluta landsins. Gert er ráð fyrir að Haiyan gangi yfir Víetnam seint í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×