„Það var fólk á listanum sem ég taldi vini mína“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 8. apríl 2013 21:14 Guðný segist efast um að hún hefði kært nauðgunina hefði hún vitað hver viðbrögð bæjarbúa yrðu. Mynd/Skjáskot úr Kastljósi RÚV Kastljósið sýndi í kvöld viðtal við Guðnýju Jónu Kristjánsdóttur, 31 árs gamla konu sem upplifði það fyrir þrettán árum að stór hópur fólks snerist gegn henni þegar hún kærði nauðgun sem hún varð fyrir. Nauðgunin átti sér stað eftir próflokafögnuð nemenda á fyrsta ári í Framhaldsskólanum á Húsavík vorið 1999 og ári síðar var maðurinn sakfelldur í Hæstarétti Íslands sem komst að sömu niðurstöðu og héraðsdómur Norðurlands eystra hafði gert áður. Eftir niðurstöðu héraðsdóms birti fjölmennur hópur Húsvíkinga opinbera yfirlýsingu þar sem stuðningi var lýst yfir manninn sem nauðgaði Guðnýju, en niðurstöðu dómsins taldi fólk vera ranga. „Ég skildi ekki hvers vegna fólk sem var ekki á staðnum hafði skoðun á því hvort mér var nauðgað eða ekki, og þá hvort ég ætti að kæra eða ekki," segir Guðný, en Kastljós segir 113 Húsvíkinga á öllum aldri hafa skrifað undir. Rætt var við rúmlega helming þeirra fyrir þátt kvöldsins og segist einungis lítill hópur segist nú þrettán árum síðar standa við yfirlýsingar sínar. Flestir sögðust hafa gert mistök og tekið þátt í múgæsingu eða talið sig vera að styðja við fjölskyldu mannsins án þess að vera að taka afstöðu til brotsins. „Mér fannst þetta brútalt eitt og sér að ganga á milli húsa og safna undirskriftum og ennþá meira brútalt að birta hann opinberlega. Það var fólk á þessum lista sem ég taldi vera vini mína og það var sárt." Guðný segist efast um að hún hefði kært nauðgunina hefði hún vitað hver viðbrögð bæjarbúa yrðu. Þá segir Guðný hafa verið ýjað að því við sig að draga kæruna til baka, og nefnir hún „prestinn á Húsavík" í því samhengi. Sighvatur Karlsson er enn starfandi sóknarprestur á Húsavík og bar við þagnarskyldu spurður út í þessi orð Guðnýjar. Viðtalið í heild sinni má nálgast á vef Ríkissjónvarpsins. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Kastljósið sýndi í kvöld viðtal við Guðnýju Jónu Kristjánsdóttur, 31 árs gamla konu sem upplifði það fyrir þrettán árum að stór hópur fólks snerist gegn henni þegar hún kærði nauðgun sem hún varð fyrir. Nauðgunin átti sér stað eftir próflokafögnuð nemenda á fyrsta ári í Framhaldsskólanum á Húsavík vorið 1999 og ári síðar var maðurinn sakfelldur í Hæstarétti Íslands sem komst að sömu niðurstöðu og héraðsdómur Norðurlands eystra hafði gert áður. Eftir niðurstöðu héraðsdóms birti fjölmennur hópur Húsvíkinga opinbera yfirlýsingu þar sem stuðningi var lýst yfir manninn sem nauðgaði Guðnýju, en niðurstöðu dómsins taldi fólk vera ranga. „Ég skildi ekki hvers vegna fólk sem var ekki á staðnum hafði skoðun á því hvort mér var nauðgað eða ekki, og þá hvort ég ætti að kæra eða ekki," segir Guðný, en Kastljós segir 113 Húsvíkinga á öllum aldri hafa skrifað undir. Rætt var við rúmlega helming þeirra fyrir þátt kvöldsins og segist einungis lítill hópur segist nú þrettán árum síðar standa við yfirlýsingar sínar. Flestir sögðust hafa gert mistök og tekið þátt í múgæsingu eða talið sig vera að styðja við fjölskyldu mannsins án þess að vera að taka afstöðu til brotsins. „Mér fannst þetta brútalt eitt og sér að ganga á milli húsa og safna undirskriftum og ennþá meira brútalt að birta hann opinberlega. Það var fólk á þessum lista sem ég taldi vera vini mína og það var sárt." Guðný segist efast um að hún hefði kært nauðgunina hefði hún vitað hver viðbrögð bæjarbúa yrðu. Þá segir Guðný hafa verið ýjað að því við sig að draga kæruna til baka, og nefnir hún „prestinn á Húsavík" í því samhengi. Sighvatur Karlsson er enn starfandi sóknarprestur á Húsavík og bar við þagnarskyldu spurður út í þessi orð Guðnýjar. Viðtalið í heild sinni má nálgast á vef Ríkissjónvarpsins.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira