Kennarar fara fram á miklar hækkanir Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 19. júlí 2013 06:15 Oft hefur meðferðin á nýnemum í framhaldsskólunum verið talin ámælisverð en nú segjast kennararnir vera orðnir langþreyttir á meðferðinni sem þeir hafa fengið síðustu árin. fréttablaðið/vilhelm Framhaldsskólakennarar munu krefjast þess að fá sambærileg laun og aðrir háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn þegar samningar þeirra verða lausir um næstu áramót. Munurinn á heildarlaunum þessara hópa er nú um átta prósent. Mikil ólga er meðal framhaldsskólakennara vegna launaskerðingar sem þeir hafa orðið fyrir á undanförnum árum. Að sögn Aðalheiðar Steingrímsdóttur, formanns Félags framhaldsskólakennara, hafa heildarlaun þeirra rýrnað um 18 prósent miðað við vísitölu neysluverðs á síðustu sex árum. Deildu þeir botnsætinu hvað það varðar með Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, áður en það fékk sína launaleiðréttingu fyrir skemmstu. Til samanburðar var þessi rýrnun 13 prósent hjá Bandalagi háskólamanna.Aðalheiður SteingrímsdóttirÚr einu prósenti í átta „Við erum með lausa samninga í byrjun næsta árs,“ segir Aðalheiður. „Þá munum við leggja fram þær kröfur að okkar laun verði sambærileg við laun annarra háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna.“ Hún segir að launamunurinn á Félagi framhaldsskólakennara og Bandalagi háskólamanna hafi breikkað töluvert frá hruni. Árið 2007 var aðeins eins prósents munur á heildarlaunum þessara hópa en á síðasta ári var hann rúm átta prósent, BHM í vil. Munurinn á dagvinnulaunum er hins vegar tæp 16 prósent. Einnig segir Aðalheiður að niðurskurður hafi reynst framhaldsskólum þungbær. „Satt að segja byrjaði niðurskurðurinn fyrir um það bil níu árum,“ segir hún. „Þannig að þegar það þurfti svo að fara í stórtækan niðurskurð eftir efnahagshrunið þá fórum við úr öskunni í eldinn.“ Hún bendir á að árið 2003 hafi verið byrjað að miða við svokallaða launastiku við útreikning á launakostnaði í framhaldsskólum landsins. Átti hún að sýna rauntölur um mánaðarlaun kennara en nýleg úttekt sýnir að launastikan hefur allt frá árinu 2004 verið langt undir raunverulegum dagvinnulaunum. Sá munur hefur farið stigvaxandi og var hann rúm 24 prósent á síðasta ári, sem þýðir að upphæðin sem fengin er til að standa undir launakostnaði er 24 prósentum lægri en raunveruleg laun kennaranna. „Þennan mismun höfum við síðan þurft að taka annars staðar frá þannig að við höfum fengið að finna fyrir niðurskurðarhnífnum í mörg ár,“ segir Aðalheiður. Hún segir að þessi niðurskurður birtist meðal annars í sístækkandi námshópum, minna námsframboði og skerðingu á þjónustu við nemendur. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Í beinni: Blaðamannafundur von der Leyen og Kristrúnar Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Sjá meira
Framhaldsskólakennarar munu krefjast þess að fá sambærileg laun og aðrir háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn þegar samningar þeirra verða lausir um næstu áramót. Munurinn á heildarlaunum þessara hópa er nú um átta prósent. Mikil ólga er meðal framhaldsskólakennara vegna launaskerðingar sem þeir hafa orðið fyrir á undanförnum árum. Að sögn Aðalheiðar Steingrímsdóttur, formanns Félags framhaldsskólakennara, hafa heildarlaun þeirra rýrnað um 18 prósent miðað við vísitölu neysluverðs á síðustu sex árum. Deildu þeir botnsætinu hvað það varðar með Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, áður en það fékk sína launaleiðréttingu fyrir skemmstu. Til samanburðar var þessi rýrnun 13 prósent hjá Bandalagi háskólamanna.Aðalheiður SteingrímsdóttirÚr einu prósenti í átta „Við erum með lausa samninga í byrjun næsta árs,“ segir Aðalheiður. „Þá munum við leggja fram þær kröfur að okkar laun verði sambærileg við laun annarra háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna.“ Hún segir að launamunurinn á Félagi framhaldsskólakennara og Bandalagi háskólamanna hafi breikkað töluvert frá hruni. Árið 2007 var aðeins eins prósents munur á heildarlaunum þessara hópa en á síðasta ári var hann rúm átta prósent, BHM í vil. Munurinn á dagvinnulaunum er hins vegar tæp 16 prósent. Einnig segir Aðalheiður að niðurskurður hafi reynst framhaldsskólum þungbær. „Satt að segja byrjaði niðurskurðurinn fyrir um það bil níu árum,“ segir hún. „Þannig að þegar það þurfti svo að fara í stórtækan niðurskurð eftir efnahagshrunið þá fórum við úr öskunni í eldinn.“ Hún bendir á að árið 2003 hafi verið byrjað að miða við svokallaða launastiku við útreikning á launakostnaði í framhaldsskólum landsins. Átti hún að sýna rauntölur um mánaðarlaun kennara en nýleg úttekt sýnir að launastikan hefur allt frá árinu 2004 verið langt undir raunverulegum dagvinnulaunum. Sá munur hefur farið stigvaxandi og var hann rúm 24 prósent á síðasta ári, sem þýðir að upphæðin sem fengin er til að standa undir launakostnaði er 24 prósentum lægri en raunveruleg laun kennaranna. „Þennan mismun höfum við síðan þurft að taka annars staðar frá þannig að við höfum fengið að finna fyrir niðurskurðarhnífnum í mörg ár,“ segir Aðalheiður. Hún segir að þessi niðurskurður birtist meðal annars í sístækkandi námshópum, minna námsframboði og skerðingu á þjónustu við nemendur.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Í beinni: Blaðamannafundur von der Leyen og Kristrúnar Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“