Poppstjörnur taka upp tónlistarmyndbönd í klámmyndastúdíóum Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 19. júlí 2013 16:01 Anna Bentína Hermansen, kynjafræðingur, segir ekkert að nekt eða nöktum konum en það sé ekki jákvætt þegar verið er að niðurlægja konur. „Nekt selur og kynlíf selur. Að gera konur að eins miklum kynverum og hugsast getur virðist vera aðalmálið í dag. Það er ekkert að nekt eða nöktum konum, en hvernig þeim er stillt upp skiptir miklu máli," segir Anna Bentína Hermansen, kynjafræðingur og starfskona hjá Stígamótum. Tvö tónlistarmyndbönd hafa verið bönnuð frá Youtube með stuttu millibili síðasta mánuðinn. Myndbönd við lögin „Blurred Lines“ með þeim Robin Thicke og Pharrel Williams, og „Tunnel Vision“ með Justin Timberlake þykja of gróf fyrir vefinn. Myndböndin eru með svipuðu sniði þar sem konur í nærbuxum einum klæða dansa í kringum kappklædda karlmenn. Textarnir eru í takt við það og hafa tónlistarmennirnir verið harðlega gagnrýndir vegna þessa um heim allan. Framleiðendur tónlistarmyndbanda virðast því sífellt ganga skrefinu lengra til að selja vöru sína. „Það skiptir máli hvaða skilaboð er verið að senda, og þegar myndböndin snúast um að niðurlægja konuna er það ekki jákvætt,“ segir Anna Bentína. Segja má að nú hafi en á ný verið brotið blað í sögu tónlistarmyndbanda, en ef farið er í gegnum myndbönd þekktra tónlistarlistamanna í gegnum tíðina er auðveldlega hægt að sjá þróun þar sem fólk verður sífellt fáklæddara ár frá ári.Poppstjörnur leita til klámmyndaframleiðenda Anna Bentína segir það vera staðreynd að klám- og tónlistarmyndbandaiðnaðurinn haldist í hendur. „Framleiðendur þessara myndbanda eru oft þeir sömu og framleiða klámmyndir. Rihanna, Madonna, Britney Spears og Christina Aguilera eru dæmi um söngkonur sem hafa leitað til klámmyndaframleiðanda og tekið upp tónlistarmyndbönd stúdíóum þar sem klámmyndir eru framleiddar. Þetta er sorgleg þróun,“ segir Anna. „Það er allt gert til að selja tónlistina og ögra almenningi. Madonna braut ísinn með sínum tónlistarmyndböndum á níunda áratugnum, en þegar maður horfir á þau í dag virka þau mjög sakleysisleg miðað við það sem gengur og gerist. Svo á endanum fer þetta frá því að ögra í að verða „mainstream“ og eðlilegt. Þá þurfa framleiðendur að ganga skrefinu lengra enn á ný. Svona gengur þetta koll af kolli“ Sagan hefur sýnt fram á að myndbönd á borð við Blurred Lines og Tunnel Vision eru það sem koma skal. Anna segir mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir þessari þróun og að hún endurspegli ekki raunveruleikann. „Aðalatriðið er að bera virðingu fyrir konum, og körlum, og gera sér grein fyrir hvað er raunverulegt og hvað ekki.“ Myndband Duran Duran við lagið Girls on fire var bannað árið 1981. Myndbandið við This Note's For You með Neil Young var bannað árið 1988. Justify My Love með Madonnu var bannað á ýmsum sjónvarpsstöðvum árið 1990. Just Loose It með Eminem gerði allt vitlaust árið 2004. Tunnel Vision með Justin Timberlake var bannað frá Youtube í mánuðinum. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Sjá meira
„Nekt selur og kynlíf selur. Að gera konur að eins miklum kynverum og hugsast getur virðist vera aðalmálið í dag. Það er ekkert að nekt eða nöktum konum, en hvernig þeim er stillt upp skiptir miklu máli," segir Anna Bentína Hermansen, kynjafræðingur og starfskona hjá Stígamótum. Tvö tónlistarmyndbönd hafa verið bönnuð frá Youtube með stuttu millibili síðasta mánuðinn. Myndbönd við lögin „Blurred Lines“ með þeim Robin Thicke og Pharrel Williams, og „Tunnel Vision“ með Justin Timberlake þykja of gróf fyrir vefinn. Myndböndin eru með svipuðu sniði þar sem konur í nærbuxum einum klæða dansa í kringum kappklædda karlmenn. Textarnir eru í takt við það og hafa tónlistarmennirnir verið harðlega gagnrýndir vegna þessa um heim allan. Framleiðendur tónlistarmyndbanda virðast því sífellt ganga skrefinu lengra til að selja vöru sína. „Það skiptir máli hvaða skilaboð er verið að senda, og þegar myndböndin snúast um að niðurlægja konuna er það ekki jákvætt,“ segir Anna Bentína. Segja má að nú hafi en á ný verið brotið blað í sögu tónlistarmyndbanda, en ef farið er í gegnum myndbönd þekktra tónlistarlistamanna í gegnum tíðina er auðveldlega hægt að sjá þróun þar sem fólk verður sífellt fáklæddara ár frá ári.Poppstjörnur leita til klámmyndaframleiðenda Anna Bentína segir það vera staðreynd að klám- og tónlistarmyndbandaiðnaðurinn haldist í hendur. „Framleiðendur þessara myndbanda eru oft þeir sömu og framleiða klámmyndir. Rihanna, Madonna, Britney Spears og Christina Aguilera eru dæmi um söngkonur sem hafa leitað til klámmyndaframleiðanda og tekið upp tónlistarmyndbönd stúdíóum þar sem klámmyndir eru framleiddar. Þetta er sorgleg þróun,“ segir Anna. „Það er allt gert til að selja tónlistina og ögra almenningi. Madonna braut ísinn með sínum tónlistarmyndböndum á níunda áratugnum, en þegar maður horfir á þau í dag virka þau mjög sakleysisleg miðað við það sem gengur og gerist. Svo á endanum fer þetta frá því að ögra í að verða „mainstream“ og eðlilegt. Þá þurfa framleiðendur að ganga skrefinu lengra enn á ný. Svona gengur þetta koll af kolli“ Sagan hefur sýnt fram á að myndbönd á borð við Blurred Lines og Tunnel Vision eru það sem koma skal. Anna segir mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir þessari þróun og að hún endurspegli ekki raunveruleikann. „Aðalatriðið er að bera virðingu fyrir konum, og körlum, og gera sér grein fyrir hvað er raunverulegt og hvað ekki.“ Myndband Duran Duran við lagið Girls on fire var bannað árið 1981. Myndbandið við This Note's For You með Neil Young var bannað árið 1988. Justify My Love með Madonnu var bannað á ýmsum sjónvarpsstöðvum árið 1990. Just Loose It með Eminem gerði allt vitlaust árið 2004. Tunnel Vision með Justin Timberlake var bannað frá Youtube í mánuðinum.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“