Poppstjörnur taka upp tónlistarmyndbönd í klámmyndastúdíóum Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 19. júlí 2013 16:01 Anna Bentína Hermansen, kynjafræðingur, segir ekkert að nekt eða nöktum konum en það sé ekki jákvætt þegar verið er að niðurlægja konur. „Nekt selur og kynlíf selur. Að gera konur að eins miklum kynverum og hugsast getur virðist vera aðalmálið í dag. Það er ekkert að nekt eða nöktum konum, en hvernig þeim er stillt upp skiptir miklu máli," segir Anna Bentína Hermansen, kynjafræðingur og starfskona hjá Stígamótum. Tvö tónlistarmyndbönd hafa verið bönnuð frá Youtube með stuttu millibili síðasta mánuðinn. Myndbönd við lögin „Blurred Lines“ með þeim Robin Thicke og Pharrel Williams, og „Tunnel Vision“ með Justin Timberlake þykja of gróf fyrir vefinn. Myndböndin eru með svipuðu sniði þar sem konur í nærbuxum einum klæða dansa í kringum kappklædda karlmenn. Textarnir eru í takt við það og hafa tónlistarmennirnir verið harðlega gagnrýndir vegna þessa um heim allan. Framleiðendur tónlistarmyndbanda virðast því sífellt ganga skrefinu lengra til að selja vöru sína. „Það skiptir máli hvaða skilaboð er verið að senda, og þegar myndböndin snúast um að niðurlægja konuna er það ekki jákvætt,“ segir Anna Bentína. Segja má að nú hafi en á ný verið brotið blað í sögu tónlistarmyndbanda, en ef farið er í gegnum myndbönd þekktra tónlistarlistamanna í gegnum tíðina er auðveldlega hægt að sjá þróun þar sem fólk verður sífellt fáklæddara ár frá ári.Poppstjörnur leita til klámmyndaframleiðenda Anna Bentína segir það vera staðreynd að klám- og tónlistarmyndbandaiðnaðurinn haldist í hendur. „Framleiðendur þessara myndbanda eru oft þeir sömu og framleiða klámmyndir. Rihanna, Madonna, Britney Spears og Christina Aguilera eru dæmi um söngkonur sem hafa leitað til klámmyndaframleiðanda og tekið upp tónlistarmyndbönd stúdíóum þar sem klámmyndir eru framleiddar. Þetta er sorgleg þróun,“ segir Anna. „Það er allt gert til að selja tónlistina og ögra almenningi. Madonna braut ísinn með sínum tónlistarmyndböndum á níunda áratugnum, en þegar maður horfir á þau í dag virka þau mjög sakleysisleg miðað við það sem gengur og gerist. Svo á endanum fer þetta frá því að ögra í að verða „mainstream“ og eðlilegt. Þá þurfa framleiðendur að ganga skrefinu lengra enn á ný. Svona gengur þetta koll af kolli“ Sagan hefur sýnt fram á að myndbönd á borð við Blurred Lines og Tunnel Vision eru það sem koma skal. Anna segir mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir þessari þróun og að hún endurspegli ekki raunveruleikann. „Aðalatriðið er að bera virðingu fyrir konum, og körlum, og gera sér grein fyrir hvað er raunverulegt og hvað ekki.“ Myndband Duran Duran við lagið Girls on fire var bannað árið 1981. Myndbandið við This Note's For You með Neil Young var bannað árið 1988. Justify My Love með Madonnu var bannað á ýmsum sjónvarpsstöðvum árið 1990. Just Loose It með Eminem gerði allt vitlaust árið 2004. Tunnel Vision með Justin Timberlake var bannað frá Youtube í mánuðinum. Mest lesið Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Sjá meira
„Nekt selur og kynlíf selur. Að gera konur að eins miklum kynverum og hugsast getur virðist vera aðalmálið í dag. Það er ekkert að nekt eða nöktum konum, en hvernig þeim er stillt upp skiptir miklu máli," segir Anna Bentína Hermansen, kynjafræðingur og starfskona hjá Stígamótum. Tvö tónlistarmyndbönd hafa verið bönnuð frá Youtube með stuttu millibili síðasta mánuðinn. Myndbönd við lögin „Blurred Lines“ með þeim Robin Thicke og Pharrel Williams, og „Tunnel Vision“ með Justin Timberlake þykja of gróf fyrir vefinn. Myndböndin eru með svipuðu sniði þar sem konur í nærbuxum einum klæða dansa í kringum kappklædda karlmenn. Textarnir eru í takt við það og hafa tónlistarmennirnir verið harðlega gagnrýndir vegna þessa um heim allan. Framleiðendur tónlistarmyndbanda virðast því sífellt ganga skrefinu lengra til að selja vöru sína. „Það skiptir máli hvaða skilaboð er verið að senda, og þegar myndböndin snúast um að niðurlægja konuna er það ekki jákvætt,“ segir Anna Bentína. Segja má að nú hafi en á ný verið brotið blað í sögu tónlistarmyndbanda, en ef farið er í gegnum myndbönd þekktra tónlistarlistamanna í gegnum tíðina er auðveldlega hægt að sjá þróun þar sem fólk verður sífellt fáklæddara ár frá ári.Poppstjörnur leita til klámmyndaframleiðenda Anna Bentína segir það vera staðreynd að klám- og tónlistarmyndbandaiðnaðurinn haldist í hendur. „Framleiðendur þessara myndbanda eru oft þeir sömu og framleiða klámmyndir. Rihanna, Madonna, Britney Spears og Christina Aguilera eru dæmi um söngkonur sem hafa leitað til klámmyndaframleiðanda og tekið upp tónlistarmyndbönd stúdíóum þar sem klámmyndir eru framleiddar. Þetta er sorgleg þróun,“ segir Anna. „Það er allt gert til að selja tónlistina og ögra almenningi. Madonna braut ísinn með sínum tónlistarmyndböndum á níunda áratugnum, en þegar maður horfir á þau í dag virka þau mjög sakleysisleg miðað við það sem gengur og gerist. Svo á endanum fer þetta frá því að ögra í að verða „mainstream“ og eðlilegt. Þá þurfa framleiðendur að ganga skrefinu lengra enn á ný. Svona gengur þetta koll af kolli“ Sagan hefur sýnt fram á að myndbönd á borð við Blurred Lines og Tunnel Vision eru það sem koma skal. Anna segir mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir þessari þróun og að hún endurspegli ekki raunveruleikann. „Aðalatriðið er að bera virðingu fyrir konum, og körlum, og gera sér grein fyrir hvað er raunverulegt og hvað ekki.“ Myndband Duran Duran við lagið Girls on fire var bannað árið 1981. Myndbandið við This Note's For You með Neil Young var bannað árið 1988. Justify My Love með Madonnu var bannað á ýmsum sjónvarpsstöðvum árið 1990. Just Loose It með Eminem gerði allt vitlaust árið 2004. Tunnel Vision með Justin Timberlake var bannað frá Youtube í mánuðinum.
Mest lesið Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Sjá meira