Fjórir hafa látist og fimm þúsund slasast Friðrika Benónýsdóttir skrifar 17. júní 2013 09:00 Mótmælendur í Istanbúl notuðu flugelda sem vopn í átökum við lögreglu í gær. Ekkert lát hefur orðið á átökum lögreglu og mótmælenda í Tyrklandi síðan Recep Tayyip Erdogan forsætisráðherra sendi óeirðalögregluna til að rýma Gezi-garð og Taksim-torg í Istanbúl á laugardag. Eitt þúsund lögreglumenn frá öllum landshlutum hafa verið fluttir til Istanbúl í tilraun til að bæla mótmælin niður. Að minnsta kosti fjórir hafa látist og um fimm þúsund slasast síðan átökin hófust. Mótmælendur voru hraktir úr garðinum og af torginu með táragasi, háþrýstivatnsbyssum og gúmmíkúlum og eftir rýminguna mættu jarðýtur á svæðið og jöfnuðu leifarnar af búðum mótmælenda við jörðu. Mótmælendur snerust til varna með spýtum, grjóti og öðru lauslegu. Átökin stóðu enn yfir í gærkvöldi og virtist ekkert lát á þeim. Forsvarsmenn mótmælenda hafa hvatt fólk til að fjölmenna í miðborg Istanbúl og halda baráttunni áfram en þar mætir þeim mikill flokkur lögreglumanna sem krefjast skilríkja og leita í töskum. Auk hinna þúsund lögreglumanna úr öllum héruðum landsins hafa um 350 lögreglumenn sem störfuðu á flugvellinum í Istanbúl verið kallaðir til starfa í miðborginni, að sögn tyrknesku fréttastofunnar Dogan. Lögregla beitti einnig táragasi og háþrýstivatnsbyssum gegn mótmælendum í Ankara í gær, en þar blossuðu mótmælin upp eftir að fregnir bárust af rýmingu Gezi-garðsins. Það sem byrjaði sem mótmæli gegn fyrirhugaðri eyðileggingu Gezi-garðsins í lok maí er orðið að fjöldauppreisn gegn yfirvöldum sem fréttaskýrendum ber saman um að hafi brugðist við af fádæma hörku og þannig magnað enn þá elda óánægju með ríkisstjórn Erdogans sem fyrir brunnu í landinu. Erdogan er þó fráleitt á þeim buxunum að draga úr hörkunni og sagði á samkomu með þúsundum stuðningsmanna í útjaðri Istanbúl í gær að hann myndi gersigra andstæðinga sína í kosningunum á næsta ári. Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Sjá meira
Ekkert lát hefur orðið á átökum lögreglu og mótmælenda í Tyrklandi síðan Recep Tayyip Erdogan forsætisráðherra sendi óeirðalögregluna til að rýma Gezi-garð og Taksim-torg í Istanbúl á laugardag. Eitt þúsund lögreglumenn frá öllum landshlutum hafa verið fluttir til Istanbúl í tilraun til að bæla mótmælin niður. Að minnsta kosti fjórir hafa látist og um fimm þúsund slasast síðan átökin hófust. Mótmælendur voru hraktir úr garðinum og af torginu með táragasi, háþrýstivatnsbyssum og gúmmíkúlum og eftir rýminguna mættu jarðýtur á svæðið og jöfnuðu leifarnar af búðum mótmælenda við jörðu. Mótmælendur snerust til varna með spýtum, grjóti og öðru lauslegu. Átökin stóðu enn yfir í gærkvöldi og virtist ekkert lát á þeim. Forsvarsmenn mótmælenda hafa hvatt fólk til að fjölmenna í miðborg Istanbúl og halda baráttunni áfram en þar mætir þeim mikill flokkur lögreglumanna sem krefjast skilríkja og leita í töskum. Auk hinna þúsund lögreglumanna úr öllum héruðum landsins hafa um 350 lögreglumenn sem störfuðu á flugvellinum í Istanbúl verið kallaðir til starfa í miðborginni, að sögn tyrknesku fréttastofunnar Dogan. Lögregla beitti einnig táragasi og háþrýstivatnsbyssum gegn mótmælendum í Ankara í gær, en þar blossuðu mótmælin upp eftir að fregnir bárust af rýmingu Gezi-garðsins. Það sem byrjaði sem mótmæli gegn fyrirhugaðri eyðileggingu Gezi-garðsins í lok maí er orðið að fjöldauppreisn gegn yfirvöldum sem fréttaskýrendum ber saman um að hafi brugðist við af fádæma hörku og þannig magnað enn þá elda óánægju með ríkisstjórn Erdogans sem fyrir brunnu í landinu. Erdogan er þó fráleitt á þeim buxunum að draga úr hörkunni og sagði á samkomu með þúsundum stuðningsmanna í útjaðri Istanbúl í gær að hann myndi gersigra andstæðinga sína í kosningunum á næsta ári.
Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Sjá meira