Fótbolti

Dortmund að klófesta Eriksen

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Allt útlit er fyrir að tilkynnt verði um félagaskipti Christian Eriksen frá Ajax til Dortmund á allra næstu dögum.

Hollenskir og þýskir fjölmiðlar greina frá því að allt sé frágengið varðandi kaup Dortmund á miðvallarleikmanninum danska sem á að fylla í skarð Mario Götze hjá félaginu. Götze er á leið til Bayern München í sumar.

Eriksen hefur lengi verið talinn í hópi efnilegustu leikmanna Evrópu og var sterklega orðaður við Liverpool í Englandi.

Ajax ætlar sér að kaupa Adam Maher frá AZ Alkmaar til að leysa Eriksen af hólmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×