Skyggnst inn í heim fatahönnuða á HönnunarMars Þórhildiur Þorkelsdóttir skrifar 13. mars 2013 09:30 Fatahönnunarfélag Íslands frumsýnir myndbandsverkið Íslenskir fatahönnuðir – Á bak við tjöldin, næstkomandi fimmtudagskvöld klukkan 20.30. Verkið er unnið út frá sýningu félagsins á HönnunarMars í fyrra og veitir okkur djúpa innsýn inn í heim fimm íslenskra fatahönnuða.Þórey Björk Halldórsdóttir, framleiðandi myndarinnar, segir að það sé spennandi að skyggnast á bak við tjöldin hjá íslenskum fatahönnuðum, þar sé nefnilega ekki allt sem sýnist. „Myndin er unnin út frá verkinu sem Fatahönnunarfélagið var með á HönnunarMars í fyrra sem hét Á bak við tjöldin – frá hugmynd að veruleika. Þar var allt fatahönnunarferlið skoðað frá byrjun til enda, en ýmislegt í ferlinu kemur fólki á óvart, þar sem neytandinn er vanur að sjá bara lokaútgáfuna af flíkinni. Í myndinni fær áhorfandinn góða mynd af fatahönnunarbransanum á Íslandi og hvernig hann gengur fyrir sig, bæði góðu og slæmu hliðarnar."Margt sem fer fram á bak við tjöldin í fatahönnuninni getur komið fólki á óvart.Þórey segir mikla grósku vera í fatahönnuninni núna. „Það er ákveðinn suðupunktur í fatahönnuninni hér á Íslandi einmitt núna og næstu fimm árin verða mjög spennandi. Á síðustu sex til sjö árum hafa gerst virkilega skemmtilegir hlutir hjá mörgum hönnuðum sem fara ört stækkandi. Fatahönnuðir dagsins í dag eru í raun að skapa tískuheiminn og markaðinn hérna heima. Faggreinin er ung og það verður spennandi að sjá hvað verður", segir Þórey að lokum, en hún ásamt góðu teymi hyggjast fylgja myndinni eftir og halda áfram að fylgjast með íslenskum fatahönnuðum á uppleið næstu mánuði.Myndin verður frumsýnd á eftri hæð ATMO kl 20.30 á fimmtudagskvöldið og eru allir velkomnir. Hún mun svo rúlla áfram yfir helgina á opnunartíma ATMO. Meira hér.Fatahönnuðurinn Þórey Björk Halldórsdóttir framleiðir myndina.ELLA - Elínrós Líndal er ein þeirra fimm fatahönnuða sem koma fram í myndinni. HönnunarMars Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Fleiri fréttir Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira
Fatahönnunarfélag Íslands frumsýnir myndbandsverkið Íslenskir fatahönnuðir – Á bak við tjöldin, næstkomandi fimmtudagskvöld klukkan 20.30. Verkið er unnið út frá sýningu félagsins á HönnunarMars í fyrra og veitir okkur djúpa innsýn inn í heim fimm íslenskra fatahönnuða.Þórey Björk Halldórsdóttir, framleiðandi myndarinnar, segir að það sé spennandi að skyggnast á bak við tjöldin hjá íslenskum fatahönnuðum, þar sé nefnilega ekki allt sem sýnist. „Myndin er unnin út frá verkinu sem Fatahönnunarfélagið var með á HönnunarMars í fyrra sem hét Á bak við tjöldin – frá hugmynd að veruleika. Þar var allt fatahönnunarferlið skoðað frá byrjun til enda, en ýmislegt í ferlinu kemur fólki á óvart, þar sem neytandinn er vanur að sjá bara lokaútgáfuna af flíkinni. Í myndinni fær áhorfandinn góða mynd af fatahönnunarbransanum á Íslandi og hvernig hann gengur fyrir sig, bæði góðu og slæmu hliðarnar."Margt sem fer fram á bak við tjöldin í fatahönnuninni getur komið fólki á óvart.Þórey segir mikla grósku vera í fatahönnuninni núna. „Það er ákveðinn suðupunktur í fatahönnuninni hér á Íslandi einmitt núna og næstu fimm árin verða mjög spennandi. Á síðustu sex til sjö árum hafa gerst virkilega skemmtilegir hlutir hjá mörgum hönnuðum sem fara ört stækkandi. Fatahönnuðir dagsins í dag eru í raun að skapa tískuheiminn og markaðinn hérna heima. Faggreinin er ung og það verður spennandi að sjá hvað verður", segir Þórey að lokum, en hún ásamt góðu teymi hyggjast fylgja myndinni eftir og halda áfram að fylgjast með íslenskum fatahönnuðum á uppleið næstu mánuði.Myndin verður frumsýnd á eftri hæð ATMO kl 20.30 á fimmtudagskvöldið og eru allir velkomnir. Hún mun svo rúlla áfram yfir helgina á opnunartíma ATMO. Meira hér.Fatahönnuðurinn Þórey Björk Halldórsdóttir framleiðir myndina.ELLA - Elínrós Líndal er ein þeirra fimm fatahönnuða sem koma fram í myndinni.
HönnunarMars Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Fleiri fréttir Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira