Fótbolti

Noregur vann Svíþjóð í vítakeppni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Norska landsliðið.
Norska landsliðið. Mynd/NordicPhotos/Getty
Noregur tryggði sér þriðja sætið í Algarve-bikarnum í dag eftir 5-4 sigur á Svíþjóð í vítakeppni í bronsleiknum. Norska liðið jafnaði leikinn í 2-2 í uppbótartíma.

Sænski stelpurnar klikkuðu á tveimur síðustu vítum sínum í vítakeppninni og þær norsku fögnuðu sigri.

Kosovare Asllani kom Svíum í 1-0 í leiknum en Kristine Hegland jafnaði fyrir hálfleik. Antonia Göransson kom sænska liðinu aftur yfir í upphafi seinni hálfleiks en Ada Hegerberg tryggði norska liðinu vítakeppni með því að jafna í uppbótartíma leiksins.

Svíþjóð vann 6-1 sigur á Íslandi í riðlakeppni Algarve-mótsins en íslenska liðið mætir þeim norsku í fyrsta leik sínum í úrslitakeppni EM í Svíþjóð í sumar.

Þetta var fyrsta tap Pia Sundhage sem þjálfara sænska liðsins en liðið var án taps í fyrstu fjórum leikjunum síðan að hún tók við. Sundhage þjálfaði áður bandaríska landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×