Innlent

Þjálfunartæki frá fiskþurrkun

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
Forsvarsmenn fiskþurrkunarfyrirtækisins Klofnings á Suðureyri hafa fært sjúkraþjálfun Landspítala á Grensásdeild nýtt þjálfunartæki að gjöf.

Tildrögin voru þau að Jón Víðir Njálsson verkstjóri og Sigurður Ólafsson, fyrrverandi framleiðslustjóri Klofnings, hafa báðir verið í endurhæfingu á Grensásdeildinni.

Tækið er alhliða þjálfunartæki fyrir handleggi og fætur og nýtist bæði fyrir styrktar- og þolþjálfun. Það þykir henta fötluðum vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×