Innlent

Endurskoða lög vegna myglusveppa

Vilja endurskoða lög og reglur með tilliti til myglusveppa.
Vilja endurskoða lög og reglur með tilliti til myglusveppa.
Þrettán þingmenn úr öllum flokkum hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um endurskoðun laga og reglna með tilliti til myglusveppa og tjóns af völdum þeirra. Lagt er til að skipaður verði sérstakur starfshópur til að endurskoða lögin.

Í tillögunni er vísað til þess þegar myglusveppur fannst í þökum nýlegra íbúðarhúsa á Egilsstöðum og Reyðarfirði.  Þá segir ennfremur í tillögunni að fá úrræði standi fólki til boða í aðstæðum sem þessum og nauðsynlegt að stjórnvöld bregðist við þessum vanda.

Flutningsmenn tillögunnar leggja til að umhverfisráðherra verði falið að skipa starfshóp sem fái það hlutverk að skoða alla þá þætti sem tengjast raka og myglusveppum í húsnæði. Hópnum verði m.a. gert að skoða tryggingamál, ábyrgð húsbyggjenda og þeirra er koma að endurbótum á húsnæði, ábyrgð í fasteignaviðskiptum með tilliti til seljenda, kaupenda og fasteignasala og eftirlit stjórnvalda með hollustuháttum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×