Vissi svo sem að Lennon væri engin mannvitsbrekka Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. febrúar 2013 06:00 Framarar eru ekki ánægðir með yfirlýsingar Lennons og ætla sér að ræða við hann. Fréttablaðið/Valli Framherjinn Steven Lennon hjá Fram greindi frá því í Fréttablaðinu í gær að hann væri í samningaviðræðum við stjórn Fram um nýjan samning. Hann sagðist vera ósáttur við að nýja stjórnin vildi láta hann greiða fyrir bíl og íbúð sem gamla stjórnin hefði verið búin að lofa honum. Brynjar Jóhannesson, nýr formaður knattspyrnudeildar Fram, segist lítið botna í orðum Lennon í viðtalinu. „Þessi frétt er óskiljanleg. Þetta er alger þvæla," segir Brynjar ákveðinn og bætir við. „Það er ýmislegt rétt í þessu. Það hafa verið viðræður um nýjan samning en það er enginn glæpur. Hann hefur fengið hverja einustu krónu greidda og ekkert tekið af honum. Við erum einfaldlega að taka á máli sem sat eftir hjá fyrri stjórn. Hann er með fáranlegan samning sem er ekkert eins og samningar eru almennt. Það er enginn bíll og ekkert húsnæði eins og hann segir í þessum samningi. Það er talað um eitthvað herbergi. Við vildum einfaldlega laga þetta til. Þessir hlutir verða að vera í samningi. Það er ekki bara hægt að segja hitt og þetta. Ef félagið á að skaffa honum þessa hluti þá verður það að vera í samningi." Brynjar segist alls ekkert eiga í neinum deilum við Lennon en skilur ekki þau orð leikmannsins að hann hafi ekki heyrt frá félaginu í yfir tíu daga. „Ég hitti hann á mánudag. Svo talaði ég við hann í fyrrakvöld þar sem hann spurði að því hvort hann mætti ekki fá sér Sky í íbúðina.Spurði hvort hann yrði ekki örugglega með hana fram í október. Ég sagði að það væri ekkert vandamál. Svo les maður í Fréttablaðinu að hann hafi ekki heyrt í okkur í tíu daga. Það er alveg óskiljanlegt. Það eru engin vandamál og ekkert verið að deila. Hann er að fá greitt eftir samningi og er að fá umfram samninginn bíl og íbúð þó svo það sé ekki í samningnum. Það er því ekki eins og menn séu að drepa hann. Við getum tekið það frá honum ef við viljum en við viljum ekki vera að standa í slíku," sagði Brynjar. En hvernig les hann í þetta útspil leikmannsins? „Ég las ekkert annað en að þetta væri einhver KR-tilraun eina ferðina enn. Ég veit svo sem ekkert um það. Hann virkar núna á mig greyið eins og hann sé frekar einfaldur. Ég vissi svo sem að hann væri engin mannvitsbrekka en þetta er mjög sérkennilegt útspil. Þetta lítur ekkert vel út fyrir hann gagnvart hópnum. Ég fatta ekki alveg hvað hann er að fara. Ég nenni samt ekki að pirra mig á þessu því þetta er svo hlægilegt. Þetta er einn af þessum hlutum í boltanum sem maður botnar ekki í." Lennon hefur áður lýst því yfir að hann vilji fara í KR. Eru einhverjar líkur á því að Framarar ákveði að selja leikmanninn? „Það er ekki komið neitt tilboð í hann og við erum ekki að fara að selja hann. Auðvitað er allt til sölu en það stendur ekki til að selja hann. Við fengum leikmenn til liðsins og vorum að búa til hóp og hann er hluti af honum. Hann var eitthvað pirraður er við komum að málum og við fórum yfir það mál. Síðast er ég vissi var það mál frágengið. Þetta kom mér því á óvart. Hann verður ekki látinn fara nema það komi voðalega gott tilboð. Það eru allir falir en við ætlum ekki selja enda ekki auðvelt að fá framherja í dag." Eins og áður segir hélt Brynjar að allt væri í góðu milli Lennons og Fram. Í ljósi þessa upphlaups leikmannsins segist hann verða að fara yfir málin með leikmanninum. „Ég mun eðlilega ræða við hann. Þetta er ekki gott. Menn gera ekki svona. Það er klárt að við munum ræða við hann." Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Lennon í launadeilu við Framara Steven Lennon, framherji Fram, segir að það sé ekki útséð með að hann spili í búningi félagsins næsta sumar. Hann deilir nú við félagið vegna loforða frá fyrri stjórn knattspyrnudeildar. Hann segir ekki koma til greina að lækka launin sín. 14. febrúar 2013 08:00 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
Framherjinn Steven Lennon hjá Fram greindi frá því í Fréttablaðinu í gær að hann væri í samningaviðræðum við stjórn Fram um nýjan samning. Hann sagðist vera ósáttur við að nýja stjórnin vildi láta hann greiða fyrir bíl og íbúð sem gamla stjórnin hefði verið búin að lofa honum. Brynjar Jóhannesson, nýr formaður knattspyrnudeildar Fram, segist lítið botna í orðum Lennon í viðtalinu. „Þessi frétt er óskiljanleg. Þetta er alger þvæla," segir Brynjar ákveðinn og bætir við. „Það er ýmislegt rétt í þessu. Það hafa verið viðræður um nýjan samning en það er enginn glæpur. Hann hefur fengið hverja einustu krónu greidda og ekkert tekið af honum. Við erum einfaldlega að taka á máli sem sat eftir hjá fyrri stjórn. Hann er með fáranlegan samning sem er ekkert eins og samningar eru almennt. Það er enginn bíll og ekkert húsnæði eins og hann segir í þessum samningi. Það er talað um eitthvað herbergi. Við vildum einfaldlega laga þetta til. Þessir hlutir verða að vera í samningi. Það er ekki bara hægt að segja hitt og þetta. Ef félagið á að skaffa honum þessa hluti þá verður það að vera í samningi." Brynjar segist alls ekkert eiga í neinum deilum við Lennon en skilur ekki þau orð leikmannsins að hann hafi ekki heyrt frá félaginu í yfir tíu daga. „Ég hitti hann á mánudag. Svo talaði ég við hann í fyrrakvöld þar sem hann spurði að því hvort hann mætti ekki fá sér Sky í íbúðina.Spurði hvort hann yrði ekki örugglega með hana fram í október. Ég sagði að það væri ekkert vandamál. Svo les maður í Fréttablaðinu að hann hafi ekki heyrt í okkur í tíu daga. Það er alveg óskiljanlegt. Það eru engin vandamál og ekkert verið að deila. Hann er að fá greitt eftir samningi og er að fá umfram samninginn bíl og íbúð þó svo það sé ekki í samningnum. Það er því ekki eins og menn séu að drepa hann. Við getum tekið það frá honum ef við viljum en við viljum ekki vera að standa í slíku," sagði Brynjar. En hvernig les hann í þetta útspil leikmannsins? „Ég las ekkert annað en að þetta væri einhver KR-tilraun eina ferðina enn. Ég veit svo sem ekkert um það. Hann virkar núna á mig greyið eins og hann sé frekar einfaldur. Ég vissi svo sem að hann væri engin mannvitsbrekka en þetta er mjög sérkennilegt útspil. Þetta lítur ekkert vel út fyrir hann gagnvart hópnum. Ég fatta ekki alveg hvað hann er að fara. Ég nenni samt ekki að pirra mig á þessu því þetta er svo hlægilegt. Þetta er einn af þessum hlutum í boltanum sem maður botnar ekki í." Lennon hefur áður lýst því yfir að hann vilji fara í KR. Eru einhverjar líkur á því að Framarar ákveði að selja leikmanninn? „Það er ekki komið neitt tilboð í hann og við erum ekki að fara að selja hann. Auðvitað er allt til sölu en það stendur ekki til að selja hann. Við fengum leikmenn til liðsins og vorum að búa til hóp og hann er hluti af honum. Hann var eitthvað pirraður er við komum að málum og við fórum yfir það mál. Síðast er ég vissi var það mál frágengið. Þetta kom mér því á óvart. Hann verður ekki látinn fara nema það komi voðalega gott tilboð. Það eru allir falir en við ætlum ekki selja enda ekki auðvelt að fá framherja í dag." Eins og áður segir hélt Brynjar að allt væri í góðu milli Lennons og Fram. Í ljósi þessa upphlaups leikmannsins segist hann verða að fara yfir málin með leikmanninum. „Ég mun eðlilega ræða við hann. Þetta er ekki gott. Menn gera ekki svona. Það er klárt að við munum ræða við hann."
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Lennon í launadeilu við Framara Steven Lennon, framherji Fram, segir að það sé ekki útséð með að hann spili í búningi félagsins næsta sumar. Hann deilir nú við félagið vegna loforða frá fyrri stjórn knattspyrnudeildar. Hann segir ekki koma til greina að lækka launin sín. 14. febrúar 2013 08:00 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
Lennon í launadeilu við Framara Steven Lennon, framherji Fram, segir að það sé ekki útséð með að hann spili í búningi félagsins næsta sumar. Hann deilir nú við félagið vegna loforða frá fyrri stjórn knattspyrnudeildar. Hann segir ekki koma til greina að lækka launin sín. 14. febrúar 2013 08:00
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti