Fótbolti

Henry: Kynþáttaníð úr stúkunni á að kosta lið stig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Thierry Henry og Arsene Wenger.
Thierry Henry og Arsene Wenger. Mynd/NordicPhotos/Getty
Thierry Henry, fyrrum leikmaður Arsenal og Barcelona, vill að knattspyrnuyfirvöld taki hart á kynþáttafordómum í fótboltanum og vill að stuðningsmenn geti kostað sitt lið stig með kynþáttaníði úr stúkunni.

„Auðvitað ræð ég engu í þessu máli en þetta er samt að mínu mati eina leiðin því vanalega skipta stig liðsins miklu máli fyrir stuðningsmennina," sagði Thierry Henry við NBC Sports.

„Ef lið missir stig þá getur það skipt miklu máli fyrir félögin í baráttu á toppi eða botni. Ég tel að það sé réttasta leiðin í baráttunni gegn kynþáttafordómum í fótboltanum," sagði Henry.

„Þetta er hörð refsing en ef að slæm hegðun þín hefur bein slæm áhrif á gengi liðsins þá hljóta menn að hætta þessu. Þegar allt er á botninni hvolft þá eru allir mættir á völlinn til þess að styðja félagið sitt," sagði Henry.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×