Innlent

Tveir á slysadeild eftir árekstur

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Tveir menn voru fluttir á slysadeild á þriðja tímanum í nótt eftir að hafa ekið jeppabifreið á staur á Vatnsendavegi. Bifreiðin var óökufær og því flutt af vettvangi með dráttarbifreið en kalla þurfti á tæknimenn frá Orkuveitunni til að aftengja staurinn. 

Mennirnir slösuðust ekki alvarlega og fengu þeir því að fara heim að lokinni skoðun á slysadeild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×