Innlent

Fyllingin lykillinn að góðum kalkúni

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Kalkúnn verður á borðum margra landsmanna um áramótin. Fyllingin er lykilinn að góðum kalkúni að sögn Úlfars Eysteinssonar, matreiðslumanns á Þremur frökkum. Litið var í eldhús Úlfars í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem farið var yfir hvernig á að gera frábæra kalkúnafyllingu.

Það tók aðeins um 10 mínútur að útbúa dýrindis kalkúnafyllingu. „Það er miklu skemmtilegra að gera þetta sjálfur en að kaupa eitthvað duft sem sett er í vatn. Svo veit maður ekkert hvað er í því,“ segir Úlfar.

Nánar er farið yfir hvernig á að matreiða kalkúnafyllingu í myndbandinu hér að ofan. 

Uppskrift Úlfars að kalkúnafyllingu:

Hvítt brauð - án skorpu

½ l rjómi

1 msk. Timian krydd

1 bréf af beikoni

1 lítil dós af kjúklingabaunum

1 msk. krydd

1 rauðlaukur - saxaður

Hökkuð lifur og fóarn




Fleiri fréttir

Sjá meira


×